Innlent

Steinunn stefnir á 4.sætið

Steinunn Þóra Árnadóttir
Steinunn Þóra Árnadóttir

Steinunn Þóra Árnadóttir öryrki og mannfræðinemi hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4.sæti í sameiginlegu forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrri Reykjavíkurkjördæmin sem haldið verður í byrjun næsta mánaðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Steinunni Þóru. Þar segir hún að íslenskt þjóðfélag standi nú frammi fyrir gríðarstórum verkefnum í kjölfar efnahagshruns síðasta hausts.

„Stefna hægrimanna í efnahagsmálum, sem fengið hefur að ráða ferðinni á liðnum árum og áratugum hefur nú valdið þjóðinni meiri búsifjum en svartsýnustu menn hefðu getað látið sér til hugar koma. Ljóst er að endurreisn og endursköpun íslensk samfélags kallar á fólk sem hefur kjarajöfnuð, félagslegt réttlæti og sameiginlega velferð að leiðarljósi.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur frá upphafi kappkostað að standa vörð um velferðarkerfið og bent á leiðir til að styrkja það enn frekar.

Undirstaða slíkrar velferðar hlýtur að vera fjölbreytt og öflugt atvinnulíf, sem byggist á sjálfbærri nýtingu auðlinda og réttlátri skiptingu arðsins.," segir í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×