Innlent

Mikil hætta á gosi í Grinda­vík og ó­vissa í flug­rekstri

Jón Þór Stefánsson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Mikil hætta er nú talin á gosi innan Grindavíkur samkvæmt nýju hættumati Veðurstofunnar. Jarðeðlisfræðingur segir sprungukerfið í bænum eiga þátt í því.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Gjaldþrot Skagans 3X hefur gríðarleg áhrif á sjávarútveg hér á landi og mikilvægt er að fyrirtækið verði endurreist að mati fyrrverandi verkstjóra. Skiptastjóri segir horft til tilboðs sem feli það í sér en samþykkt þess sé ekki einungis undir honum komin. Við kíkjum á Akranes í kvöldfréttum.

Hlutabréfaverð Play féll um tæplega tuttugu prósent í dag eftir að afkomuspá félagsins var felld úr gildi vegna óvissu í rekstri. Icelandair gerði það sama í vor og vísaði í endurtekin eldgos og minni eftirspurn. Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, mætir í myndver og fer yfir óvissu í rekstri flugfélaganna.

Rigningartíðin gerir mörgum lífið leitt þessa dagana. Bændur ná varla að slá túnin og úrkomumet hafa fallið. Við heyrum í bónda og tökum stöðuna á fólki á förnum vegi. Sumir kvarta en aðrir segja góða regnkápu leysa vandamálið.

Í Sportpakkanum hittum við Glódísi Perlu, landsliðsfyrirliða og leikmann Bayern Munchen í Þýskalandi, sem naut þess sérstaklega vel að vinna þýska landsliðið á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×