Ekki æskilegt að hafa fólk í bænum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. júlí 2024 21:30 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/Arnar Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat sitt en þar kemur fram að mikil hætta sé á gosopnun og hraunflæði innan Grindavíkur. Að mati Páls Einarssonar, jarðeðlisfræðings, er ekki æskilegt að halda til í bænum og bendir hann á að erfiðara sé að meta hvenær gos hefst með hverju gosinu sem verður. Páll bendir á að eftir því sem fleiri eldgos verða minnkar jarðskjálftavirkni á svæðinu til muna og því erfiðara að reiða á jarðskjálftavirkni á svæðinu til að meta fyrirvara fyrir næsta eldgos. Hann segir það hugsanlegt að það hefjist eldgos innan Grindavíkur. „Samkvæmt þessum nýjustu útreikningum sem var farið yfir í morgun er staðan núna mjög svipuð eins og hún var fyrir síðasta gos. Það munaði mjög mjóu síðast, þá varð atburðarás við Hagafell sem er mjög athyglisverð. Það streymdi þar kvika niður í gossprunguna sem var farin að gefa sig og sú sprunga var að fyllast aftur af kviku en sú kvika kom ofan frá yfirborðinu. Ef að slík atburðarás endurtekur sig þá er vel hugsanlegt að það leki eftir þessari sprungu og þá undir varnargarðanna og komi upp þá innan varnargarðanna og innan Grindavík. Þetta er eitthvað sem þarf að hafa augu með.“ Sprungur í bænum hafi áhrif Páll tekur fram að sprungukerfið innan Grindavíkur spili sinn þátt í þessari auknu hættu. Verkfræðingur hjá Verkís sagði fyrr í dag að það borgi sig ekki að reisa fleiri varnargarða nær Grindavík vegna legu landsins og vonast væri til þess að það gjósi fyrir utan varnargarðanna sem eru þar nú þegar. „Og svo kemur til viðbótar þetta fyrirbrigði að hraun getur runnið niður í sprungurnar og undir varnargarðanna. Þannig að þetta er mjög flókið vandamál og erfitt að sjá hvað er skynsamlegast að gera að hverju sinni,“ segir Páll. Bendi ekki til loka eldsumbrota Samkvæmt síðustu líkanreikningum Veðurstofunnar er líklegast að gos komi upp á sama stað og í síðustu tveimur gosum þó að það gæti leitað í suðurátt. Páll segir mikilvægt að fylgjast mjög vel með og bregðast við þegar að eldgos hefjist sem gæti gerst hvað úr hverju á næstu vikum með ógreinanlegum og stuttum aðdraganda. Hann tekur fyrir kenningar annarra fræðimanna um að það styttist í lok eldsumbrota á svæðinu. „Ég held að í stuttu máli, getum við sagt að það sé ekkert sem bendir til þess að þessu sé neitt að ljúka í bili. Það eru sennilega svæði þarna innan Grindavíkur þar sem er ekki sérlega skynsamlegt að hafa fólk og ég verð nú að segja fyrir mig að ég myndi kannski treysta sjálfum mér að meta það fyrir sjálfan mig en ég myndi ekki vilja vera með fjölskyldu í Grindavík núna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Páll bendir á að eftir því sem fleiri eldgos verða minnkar jarðskjálftavirkni á svæðinu til muna og því erfiðara að reiða á jarðskjálftavirkni á svæðinu til að meta fyrirvara fyrir næsta eldgos. Hann segir það hugsanlegt að það hefjist eldgos innan Grindavíkur. „Samkvæmt þessum nýjustu útreikningum sem var farið yfir í morgun er staðan núna mjög svipuð eins og hún var fyrir síðasta gos. Það munaði mjög mjóu síðast, þá varð atburðarás við Hagafell sem er mjög athyglisverð. Það streymdi þar kvika niður í gossprunguna sem var farin að gefa sig og sú sprunga var að fyllast aftur af kviku en sú kvika kom ofan frá yfirborðinu. Ef að slík atburðarás endurtekur sig þá er vel hugsanlegt að það leki eftir þessari sprungu og þá undir varnargarðanna og komi upp þá innan varnargarðanna og innan Grindavík. Þetta er eitthvað sem þarf að hafa augu með.“ Sprungur í bænum hafi áhrif Páll tekur fram að sprungukerfið innan Grindavíkur spili sinn þátt í þessari auknu hættu. Verkfræðingur hjá Verkís sagði fyrr í dag að það borgi sig ekki að reisa fleiri varnargarða nær Grindavík vegna legu landsins og vonast væri til þess að það gjósi fyrir utan varnargarðanna sem eru þar nú þegar. „Og svo kemur til viðbótar þetta fyrirbrigði að hraun getur runnið niður í sprungurnar og undir varnargarðanna. Þannig að þetta er mjög flókið vandamál og erfitt að sjá hvað er skynsamlegast að gera að hverju sinni,“ segir Páll. Bendi ekki til loka eldsumbrota Samkvæmt síðustu líkanreikningum Veðurstofunnar er líklegast að gos komi upp á sama stað og í síðustu tveimur gosum þó að það gæti leitað í suðurátt. Páll segir mikilvægt að fylgjast mjög vel með og bregðast við þegar að eldgos hefjist sem gæti gerst hvað úr hverju á næstu vikum með ógreinanlegum og stuttum aðdraganda. Hann tekur fyrir kenningar annarra fræðimanna um að það styttist í lok eldsumbrota á svæðinu. „Ég held að í stuttu máli, getum við sagt að það sé ekkert sem bendir til þess að þessu sé neitt að ljúka í bili. Það eru sennilega svæði þarna innan Grindavíkur þar sem er ekki sérlega skynsamlegt að hafa fólk og ég verð nú að segja fyrir mig að ég myndi kannski treysta sjálfum mér að meta það fyrir sjálfan mig en ég myndi ekki vilja vera með fjölskyldu í Grindavík núna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira