Viðskipti innlent

Sprotarnir kynna sig

Ásta Kristjánsdóttir
Ásta Kristjánsdóttir

„Við erum ekki endilega að leita að fjármagni en erum opin fyrir því," segir Ásta Kristjánsdóttir, einn eigenda tískuvörumerkisins E-label.

Fyrirtækið, sem hefur verið í örum vexti, mun ásamt níu öðrum sprotafyrirtækjum kynna vörur sínar og viðskiptaáætlanir fyrir fjárfestum á sprotaþingi Seed Forum á föstudag. Hin fyrirtækin níu eru með einum eða öðrum hætti tengd afþreyingaiðnaðinum.

Tuttugu fjárfestar höfðu skráð sig á sprotaþingið í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri, að sögn Eyþórs Ívar Jónssonar, framkvæmdastjóra Seeed Forum á Íslandi.

E-label var stofnað síðla árs 2007 og hóf sölu á sérhönnuðum fatnaði á netinu. Ásta segir söluna hafa gengið mjög vel í rúmt ár. Fyrirtækið hefur leitað fyrir sér í Bretlandi og Ásta, sem nú er stödd Lundúnum, ræddi í vikubyrjun við forsvarsmenn verslanakeðjunnar Topshop um sölu á fötum þar. Mörg hundruð nýir hönnuðir víða um heim sækja um að koma fatnaði sínum í verslanir Topshop í viku hverri en aðeins brot þeirra nær árangri. „Við erum að fara á fund, það er frábært að komast að," segir Ásta. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×