Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 29,39 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í félaginu í 203 krónum á hlut. Þá féll gengi bréfa í Icelandair Group um 3,94 prósent og Össurar um 2,12 prósent auk þess sem gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum lækkaði um 1,82 prósent.
Á sama tíma rauk gengi bréfa í Eimskip upp um 36,36 prósent og Marel Food Systems um 2,3 prósent.
Gamla Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,52 prósent og endaði í 269 stigum. Hún hefur aldrei verið lægri. Nýja vísitalan lækkaði um 0,44 prósent á sama tíma og endaði í 820 stigum.