Innlent

Aðstoðarmannakerfi þingmanna verði lagt niður

Afnema ber aðstoðarmannakerfi þingmanna og efla nefndasvið Alþingis þess í stað. Þetta segir í drögum að ályktun sem liggur fyrir landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefst með setningarræðu Geirs H. Haarde, fráfarandi formanns flokksins, á fimmtudaginn. Flokkurinn telur einnig brýnt að fækka ráðuneytum enda væri slík hagræðing gott fordæmi gagnvart öðrum stofnunum stjórnsýslunnar.

Alþingi samþykkti í mars 2008 lagafrumvarp Sturlu Böðvarssonar, þáverandi þingforseta og oddvita sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi, um aðstoðarmenn þingmanna. Síðan þá hafa þingmenn í landsbyggðarkjördæmum haft heimild til að ráða sér aðstoðarmann. Þeim er meðal annars ætlað að auðvelda landsbyggðarþingmönnum að halda sambandi við kjördæmi sín.

Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, telur rétt að leggja af aðstoðarmenn þingmanna í sparnaðarskyni en kerfið kostar 30 til 32 milljónir á ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×