Viðskipti innlent

Gengi Marel Food Systems hækkar mest í byrjun dags

Theo Hoen, forstjóri Marel Food Systems, og Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Marel á Íslandi.
Theo Hoen, forstjóri Marel Food Systems, og Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Marel á Íslandi. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa Marel Food Systems hefur hækkað um 0,33 prósent í Kauphöllinni í dag. Gengi Össurar hefur lækkað um 0,49 prósent á sama tíma.

Fern viðskipti hafa átt sér stað á hlutabréfamarkaði það sem af er dags upp á 773,3 milljónir króna. Velta með hlutabréf Alfesca taka yfir nær alla veltuna en þau hljóða upp á 771 milljón krónur.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefurhækkað um 1,36 prósent og stendur hún í 264 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×