Fótbolti

Arshavin: Ég hef aldrei séð Slóveníu spila

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Andrey Arshavin hefur ekki beint verið á fullu að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Slóveníu um helgina því hann á enn eftir að skoða leik með slóvenska landsliðinu.

„Miðað við okkar styrkleika þá ættu möguleikarnir að vera með okkur. Ég verð samt að viðurkenna að ég hef aldrei séð þetta slóvenska lið spila," sagði Arshavin en liðin mætast fyrst í Rússlandi.

„Ef við skorum þrjú mörk og fáum ekkert á okkur þá erum við sama og komnir á HM. Það er samt frekar ólíklegt að slíkt gerist."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×