Anton Rúnarsson átti afar góðan leik með Gróttu er liðið vann sex marka sigur á FH í Kaplakrikanum í kvöld, 38-32.
„Þetta var glæsilegt. Síðustu tveir leikir hjá okkur hafa verið báðir mjög spennandi en báðir tapast. Við vorum því harðákveðnir að sýna að við erum með hörkulið enda tókum við FH-ingana með sex mörkum sem var virkilega flott," sagði Anton sem skoraði sjö mörk í kvöld.
„Það var afar mikilvægt að ná að spila vel í 60 mínútur í kvöld. Í kvöld tókst okkur að vinna lið sem var spáð einu af toppsætum deildarinnar og við ætlum okkur að halda áfram á þessari braut."
Anton er uppalinn Valsari en lék með Akureyri í fyrra. „Ég ákvað eftir síðasta tímabil að spýta vel í lófana. Ég hef því verið að æfa eins og skepna sem hefur verið að skila sér vel. Ég er mjög ánægður hjá Gróttu."
Anton: Búinn að æfa eins og skepna
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti



„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn



Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn

Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum
Íslenski boltinn