Fáfnir lagðir niður - Hells Angels staðreynd á Íslandi 28. ágúst 2009 20:45 Fáfnir eru nátengdir Hells Angels í Noregi og Danmörku. Mótorhjólaklúbburinn Fáfnir hefur verið lagður opinberlega niður samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Aftur á móti hefur klúbburinn tekið upp nafnið Hells Angels prospect og er því orðinn opinber stuðningsaðili að Vítisenglunum alþjóðlegu. Þá er Jón Trausti Lúthersson, sem var formaður Fáfnis, hættur í klúbbnum en nýr formaður hefur tekið við, hann heitir Einar „Boom" Marteinsson. Fáfnir sótti fyrir nokkrum árum um að gerast meðlimir í Hells Angels en ríkislögreglustjóri lýsti því yfir í skýrslu árið 2007 að tenging Fáfnis við Hells Angels væri ógn við þjóðaröryggi Íslands. Þá hefur oft verið mikill viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna komu erlendra Vítisengla hingað til lands. Þeim hefur umsvifalaust verið snúið við, þó með viðkomu í fangaklefum á Suðurnesjum. Nú eru þau tímamót gengin í garð að Fáfnir er orðinn opinber stuðningsklúbbur Vítisenglanna og mun skreyta sig með þar tilgerðum merkjum; Það er, logandi hauskúpum. Opinbert nafn klúbbsins er MC Prospect of Hells Angels Iceland. Vítisenglarnir eru því komnir til að vera á Íslandi. Höfuðstöðvar klúbbsins eru í Hafnarfirði þar sem Fáfnir var áður til húsa. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu fyrr á árinu þegar Fáfnir hélt upp á afmælið sitt í húsnæðinu og buðu Vítisenglum víðsvegar úr heiminum í tilefni þess. Ekki kom til átaka í afmælinu sjálfu en þó þurftu erlendir Vítisenglar að gista fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum þegar þeir freistuðust til þess að koma inn til landsins. Þeir ákváðu þá að fara í mál við íslenska ríkið fyrir meðferðina sem þeir sættu. Það mál hefur hinsvegar ekki verið til lykta leitt. Samkvæmt heimildum Vísis er um talsverð tímamót að ræða hjá Fáfnismönnum sem nú mega kalla sig Hells Angels. Mótorhjólaklúbbar þurfa að hafa talsvert fyrir því að gerast meðlimir innan Vítisenglanna alræmdu og getur slíkt ferli tekið fjölda ára. Fáfnismennirnir eru samt ekki orðnir fullgildir meðlimir Vítisenglanna, heldur opinberir áhangendur þeirra. Aftur á móti er ekki langt í að þeir gerist fullgildir meðlimir eftir að klúbburinn hefur náð áhangendastiginu. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mótorhjólaklúbburinn Fáfnir hefur verið lagður opinberlega niður samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Aftur á móti hefur klúbburinn tekið upp nafnið Hells Angels prospect og er því orðinn opinber stuðningsaðili að Vítisenglunum alþjóðlegu. Þá er Jón Trausti Lúthersson, sem var formaður Fáfnis, hættur í klúbbnum en nýr formaður hefur tekið við, hann heitir Einar „Boom" Marteinsson. Fáfnir sótti fyrir nokkrum árum um að gerast meðlimir í Hells Angels en ríkislögreglustjóri lýsti því yfir í skýrslu árið 2007 að tenging Fáfnis við Hells Angels væri ógn við þjóðaröryggi Íslands. Þá hefur oft verið mikill viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna komu erlendra Vítisengla hingað til lands. Þeim hefur umsvifalaust verið snúið við, þó með viðkomu í fangaklefum á Suðurnesjum. Nú eru þau tímamót gengin í garð að Fáfnir er orðinn opinber stuðningsklúbbur Vítisenglanna og mun skreyta sig með þar tilgerðum merkjum; Það er, logandi hauskúpum. Opinbert nafn klúbbsins er MC Prospect of Hells Angels Iceland. Vítisenglarnir eru því komnir til að vera á Íslandi. Höfuðstöðvar klúbbsins eru í Hafnarfirði þar sem Fáfnir var áður til húsa. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu fyrr á árinu þegar Fáfnir hélt upp á afmælið sitt í húsnæðinu og buðu Vítisenglum víðsvegar úr heiminum í tilefni þess. Ekki kom til átaka í afmælinu sjálfu en þó þurftu erlendir Vítisenglar að gista fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum þegar þeir freistuðust til þess að koma inn til landsins. Þeir ákváðu þá að fara í mál við íslenska ríkið fyrir meðferðina sem þeir sættu. Það mál hefur hinsvegar ekki verið til lykta leitt. Samkvæmt heimildum Vísis er um talsverð tímamót að ræða hjá Fáfnismönnum sem nú mega kalla sig Hells Angels. Mótorhjólaklúbbar þurfa að hafa talsvert fyrir því að gerast meðlimir innan Vítisenglanna alræmdu og getur slíkt ferli tekið fjölda ára. Fáfnismennirnir eru samt ekki orðnir fullgildir meðlimir Vítisenglanna, heldur opinberir áhangendur þeirra. Aftur á móti er ekki langt í að þeir gerist fullgildir meðlimir eftir að klúbburinn hefur náð áhangendastiginu.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira