Fáfnir lagðir niður - Hells Angels staðreynd á Íslandi 28. ágúst 2009 20:45 Fáfnir eru nátengdir Hells Angels í Noregi og Danmörku. Mótorhjólaklúbburinn Fáfnir hefur verið lagður opinberlega niður samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Aftur á móti hefur klúbburinn tekið upp nafnið Hells Angels prospect og er því orðinn opinber stuðningsaðili að Vítisenglunum alþjóðlegu. Þá er Jón Trausti Lúthersson, sem var formaður Fáfnis, hættur í klúbbnum en nýr formaður hefur tekið við, hann heitir Einar „Boom" Marteinsson. Fáfnir sótti fyrir nokkrum árum um að gerast meðlimir í Hells Angels en ríkislögreglustjóri lýsti því yfir í skýrslu árið 2007 að tenging Fáfnis við Hells Angels væri ógn við þjóðaröryggi Íslands. Þá hefur oft verið mikill viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna komu erlendra Vítisengla hingað til lands. Þeim hefur umsvifalaust verið snúið við, þó með viðkomu í fangaklefum á Suðurnesjum. Nú eru þau tímamót gengin í garð að Fáfnir er orðinn opinber stuðningsklúbbur Vítisenglanna og mun skreyta sig með þar tilgerðum merkjum; Það er, logandi hauskúpum. Opinbert nafn klúbbsins er MC Prospect of Hells Angels Iceland. Vítisenglarnir eru því komnir til að vera á Íslandi. Höfuðstöðvar klúbbsins eru í Hafnarfirði þar sem Fáfnir var áður til húsa. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu fyrr á árinu þegar Fáfnir hélt upp á afmælið sitt í húsnæðinu og buðu Vítisenglum víðsvegar úr heiminum í tilefni þess. Ekki kom til átaka í afmælinu sjálfu en þó þurftu erlendir Vítisenglar að gista fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum þegar þeir freistuðust til þess að koma inn til landsins. Þeir ákváðu þá að fara í mál við íslenska ríkið fyrir meðferðina sem þeir sættu. Það mál hefur hinsvegar ekki verið til lykta leitt. Samkvæmt heimildum Vísis er um talsverð tímamót að ræða hjá Fáfnismönnum sem nú mega kalla sig Hells Angels. Mótorhjólaklúbbar þurfa að hafa talsvert fyrir því að gerast meðlimir innan Vítisenglanna alræmdu og getur slíkt ferli tekið fjölda ára. Fáfnismennirnir eru samt ekki orðnir fullgildir meðlimir Vítisenglanna, heldur opinberir áhangendur þeirra. Aftur á móti er ekki langt í að þeir gerist fullgildir meðlimir eftir að klúbburinn hefur náð áhangendastiginu. Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Sjá meira
Mótorhjólaklúbburinn Fáfnir hefur verið lagður opinberlega niður samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Aftur á móti hefur klúbburinn tekið upp nafnið Hells Angels prospect og er því orðinn opinber stuðningsaðili að Vítisenglunum alþjóðlegu. Þá er Jón Trausti Lúthersson, sem var formaður Fáfnis, hættur í klúbbnum en nýr formaður hefur tekið við, hann heitir Einar „Boom" Marteinsson. Fáfnir sótti fyrir nokkrum árum um að gerast meðlimir í Hells Angels en ríkislögreglustjóri lýsti því yfir í skýrslu árið 2007 að tenging Fáfnis við Hells Angels væri ógn við þjóðaröryggi Íslands. Þá hefur oft verið mikill viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna komu erlendra Vítisengla hingað til lands. Þeim hefur umsvifalaust verið snúið við, þó með viðkomu í fangaklefum á Suðurnesjum. Nú eru þau tímamót gengin í garð að Fáfnir er orðinn opinber stuðningsklúbbur Vítisenglanna og mun skreyta sig með þar tilgerðum merkjum; Það er, logandi hauskúpum. Opinbert nafn klúbbsins er MC Prospect of Hells Angels Iceland. Vítisenglarnir eru því komnir til að vera á Íslandi. Höfuðstöðvar klúbbsins eru í Hafnarfirði þar sem Fáfnir var áður til húsa. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu fyrr á árinu þegar Fáfnir hélt upp á afmælið sitt í húsnæðinu og buðu Vítisenglum víðsvegar úr heiminum í tilefni þess. Ekki kom til átaka í afmælinu sjálfu en þó þurftu erlendir Vítisenglar að gista fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum þegar þeir freistuðust til þess að koma inn til landsins. Þeir ákváðu þá að fara í mál við íslenska ríkið fyrir meðferðina sem þeir sættu. Það mál hefur hinsvegar ekki verið til lykta leitt. Samkvæmt heimildum Vísis er um talsverð tímamót að ræða hjá Fáfnismönnum sem nú mega kalla sig Hells Angels. Mótorhjólaklúbbar þurfa að hafa talsvert fyrir því að gerast meðlimir innan Vítisenglanna alræmdu og getur slíkt ferli tekið fjölda ára. Fáfnismennirnir eru samt ekki orðnir fullgildir meðlimir Vítisenglanna, heldur opinberir áhangendur þeirra. Aftur á móti er ekki langt í að þeir gerist fullgildir meðlimir eftir að klúbburinn hefur náð áhangendastiginu.
Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Sjá meira