Hinn skrautlegi kylfingur, John Daly, mun ekki stíga út á Hazeltine-völlinn í dag þar sem hann hefur dregið sig úr mótinu. Ástæðuna segir hann vera bakmeiðsli.
Daly gekk misvel í gær en kom í hús á 78 höggum. Hann fékk tvöfaldan skolla á síðustu tveim holunum og var afar pirraður.
Mikið hefur gengið á hjá Daly eins og venjulega. Hann hefur verið í stífri megrun undanfarna mánuði og náð þeim undraverða árangri að missa 40 kíló á aðeins fjórum mánuðum.
Þjálfarinn hans segir mataræðið vera í ruglinu hjá honum.