Innlent

Brasilíski stórglæpamaðurinn var að koma frá Ósló

Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar
Hosmany Ramos, á skrautlega sögu.
Hosmany Ramos, á skrautlega sögu.

Brasilíski stórglæpamaðurinn sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst, var að koma frá Ósló og ætlaði því næst til Kanada.

Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í fangelsi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann afplánar nú 30 daga fangelsisdóm hér á landi fyri þær sakir. Hosmany er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur.

Hosmany hefur meðal annars verið dæmdur fyrir morð, mannrán, flugvélaþjófnað og bifreiðasmygl. Fyrir þessi brot hefur hann hlotið yfir fimmtíu ára fangelsisdóm.

Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum var maðurinn handtekinn á sunnudag þegar hann var að koma frá Ósló og var á leið til Kanada.

Að sögn Smára Sigurðssonar, hjá Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, verður manninum að öllum líkindum vísað úr landi. „Hann verður vafalaust sendur út, því ef að líkum lætur verður honum brottvísað héðan." Aðspurður hvort að Hosmany yrði sendur til Brasilíu segir Smári. „Það yrði að öllum líkindum þannig, þar sem honum yrði brottvísað af Schengen-svæðinu."












Tengdar fréttir

Frægasti glæpamaður Brasilíu handtekinn á Íslandi

Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×