Innlent

Fjármálaráðherra Noregs: Icesave fyrst, lánið svo

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs.
Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs.
Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, segir að norskir skattgreiðendur muni ekki borga reikninginn fyrir það sem hún kallar hægri tilraunir Íslendinga í samtali við fréttastofu RÚV.

Hún segir lán Noregs falla inn í lánapakka Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og það verði ekki greitt út fyrr en Íslendingar uppfylli skilyrði sjóðsins, þar á meðal að ljúka samningum um Icesave.

Hún útilokar tvíhliðalán sem ekki yrði bundið AGS og segir það hvorki þjóna hasgsmunum Íslands né Noregs. Hún segir Íslendinga litlu bættari þó Norðmenn hlypu undir bagga, einir þjóða í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×