Formúla 1

Vettel fremstur á ráslínu

Fernando Alonso, Sebastian Vettel og Mark Webber verða manna fremstir á ráslínu í nótt.
Fernando Alonso, Sebastian Vettel og Mark Webber verða manna fremstir á ráslínu í nótt. Mynd: Getty Images

Sebastian Vettel frá Red Bull rá Þýsklandi var sneggstur allra í tímatökum í Sjanghæ í Kína, en hann varð rétt á undan Fernando Alonso á Renault. Mark Webber á Red Bull varð þriðji.

Renault flaug með nýjan loftdreifi frá Frakklandi til Kína og það gerði gæfumuninn á bíl Alonso. Vettel hefur unnið eitt mót á ferlinum, hann vann á Monza í fyrraí grenjandi rigningu.

"Mér gekk ekki sérlega vel á æfingum, en náði samt besta tíma í tímatökum. Þetta virðist alltaf ganga upp þegar byrjunin er slæm... Ég er ánægður að Alonso er ekki með KERS kerfið til að elta mig upp. Keppnin er löng og ströng og engin veit hvað gerist. Þetta verður spennandi", sagði Vettel eftir tímatökuna

Rásröðin:

1. Vettel, Red Bull, 2. Alonso, Renault, 3. Webber, Red Bull, 4. Barrihcello, Brawn, 5. Button, Brawn, 6. Trulli, Toyota, 7. Rosberg, Williams, 8. Raikkönen, Ferrari, 9. Hamilton, McLaren, 10. Buemi, Torro Rosso.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×