Innlent

Ofbeldisfulli sambýlismaðurinn áfrýjar til Hæstaréttar

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Hilmar Ingimundarson. Mynd/Sigurður Jökull Ólafsson
Hilmar Ingimundarson. Mynd/Sigurður Jökull Ólafsson
Karlmaðurinn sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni mun að öllum líkindum áfrýja dóminum til Hæstaréttar, að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns mannsins. Hann reiknar með að aðalkrafan verði að upphaflegu ákærunni verði vísað frá vegna vanhæfis ríkissaksóknara og sett saksóknara sem gaf út ákæruna í málinu.

Maðurinn neyddi meðal annars konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn. Honum er gert að greiða konunni 3,8 milljónir króna í miskabætur. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti.

„Við erum óánægðir með að ríkissaksóknari skuli hafi gefið út ákæruna vegna tengsla eiginkonu hans við kynferðisbrotadeildina," segir Hilmar.

Í kynferðisbrotamálum og grófum ofbeldismálum tekur embætti ríkissaksóknara ákvörðun um ákæru. Sigríður Hjaltested eiginkona Valtýs Sigurðssonar, ríkissaksóknara, er lögfræðingur hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hilmar segir að sömu reglur gildi um ríkissaksóknara og dómara þegar komi að vanhæfni þeirra. „Þannig að ég reikna með að við látum á þetta reyna."

„Þá er sú sem samdi og skrifaði undir ákæruna dóttir yfirmanns kynferðisbrotadeildarinnar sem tók þátt í rannsókn málsins," segir Hilmar og vísar til þess að Hulda Elsa Björgvinsdóttir settur saksóknari er dóttir Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar.


Tengdar fréttir

Neyddi sambýliskonu sína til kynmaka með öðrum mönnum

Karlmaður var í dag dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal annars neyddi maðurinn konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Manninum er gert að greiða konunni 3,8 milljónir króna í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×