Viðskipti erlent

Mosaic Fashion hefur ákveðið að selja Shoe Studio

Mosaic Fashion hefur ákveðið að selja skóverslanakeðju sína Shoe Studio í Bretlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mosaic.

Mosaic eignaðist Shoe Studio árið 2006 sem hluta af Rubicon Retail og fylgdu með vörumerkin Principles og Warehouse.

Í júní í fyrra var Gordon Baird ráðinn sem framkvæmdastjóri Shoe Studio og hefur hann unnið síðan að nýrri áætlun um rekstur keðjunnar.

Niðurstaða Baird er sú að Shoe Studio muni ganga betur á eigin vegum en sem hluti af Mosaic. Og þar sem Mosaic ætlar í framtíðinni að einbeita sér sölu á kvennklæðnaði á Bretlandseyjum, alþjóðlega og í gegnum netið hefur stjórn félagsins fallist á sjónarmið Baird.

Fram kemur í tilkynningunni að Hawpoint muni vera til ráðgjafar um söluna á Shoe Studio.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×