Fótbolti

Manchester United mætir Bayern og AC Milan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo fagna marki með United.
Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo fagna marki með United. Mynd/GettyImages

Þýska liðið Bayern Munchen hefur fengið stórlið til að taka þátt í sumarmóti félagsins sem fram fer í fyrsta sinn í lok júlí. Mótið nefnist Audi-bikarinn og þar keppa auk heimamanna Manchester United, AC Milan og Boca Juniors.

Það er búið að draga í undanúrslitin þar sem Bayern mætir mætir AC Milan í öðrum leiknum en í hinum leiknum mætast þá Manchester United og argentínska liðið Boca Juniors. Undanúrslitaleikirnir fara fram 29. júlí.

Öll félögin sendu fulltrúa þegar dregið var í undanúrslitin í gær en þangað komu Willy Sagnol frá Bayern, Gennaro Gattuso frá AC Milan, Wes Brown frá Manchester og framkvæmdastjóri Boca, Carlos Bianchi.

Mótið er haldið í tilefni af aldarafmæli samstarfsins á milli þýska bílaframleiðandans og Bayern Munchen. "Við erum stoltir að hafa tekist að lokka þessi stórlið til að spila á Audi-bikarnum í M unchen," sagði Rupert Stadler, stjórnarformaður Audi þegar mótið var kynnt á heimasíðu Bayern.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×