Formúla 1

Eldur í McLaren bíl Hamiltons

Lewis Hamilton ekur af kappi um Jerez í morgun, en vélin bilaði svo hjá honum og eldtungur sveipuðu afturhlutann.
Lewis Hamilton ekur af kappi um Jerez í morgun, en vélin bilaði svo hjá honum og eldtungur sveipuðu afturhlutann.

Eldur varð laus í keppnisbíl Lewis Hamilton á æfingum á Jerez brautinni í dag. Hann varð því að hvíla sig frá frekari æfingum á meðan þjónustumenn stumruðu yfir vélarsalnum.

Farið er að hitna í kolunum og Hamilton segir að keppnislið standi mjög jafnt að vígi miðað við æfingatíma í dag og síðustu daga. Félagi hans Heikki Kovlalainen fullyrti í gær að McLaren myndi nota í fyrsta mótinu, KERS kerfið umtalaða sem eykur kraft vélarinnar um stundarsakir.

Hamilton telur marga bíla álitlega, t.d. BMW, Force India og Renault, fyrir utan Ferrari sem ætíð sé í toppslagnum eins og McLaren.

McLaren menn stefna á að senda Hamilton aftur út á brautina í dag eftir viðgerðir í vélarsal bílsins, en vélin virðist hafa gefið upp öndina með tilheyrandi eldtungum.

Sjá viðtal við Hamilton








Fleiri fréttir

Sjá meira


×