Lífið

Ljósmyndir úr geimnum

Sævar hvetur almenning til að kíkja á sýninguna sem stendur yfir í einn mánuð.
fréttablaðið/anton
Sævar hvetur almenning til að kíkja á sýninguna sem stendur yfir í einn mánuð. fréttablaðið/anton

Ljósmyndasýningin From Earth to the Universe hefst í dag fyrir framan Hallgrímskirkju. Ljósmyndirnar, sem floti geimsjónauka og stjörnusjónauka á jörðu niðri hefur tekið, sýna vel hvernig niðurstöður stjarnvísinda geta á stundum líkst listaverkum.

„Sýningin stendur fram yfir upphaf skólaárs og eru kennarar hvattir til að skoða sýninguna með bekkjum sínum. Sýningin mun ekki aðeins höfða til Íslendinga, heldur líka þeirra þúsunda ferðamanna sem staddir verða hérlendis á meðan hún stendur yfir," segir Sævar Helgi Bragason, einn aðstandandi sýningarinnar og formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.