Grindavík vann í dag stórsigur á Fjölni í B-riðli Iceland Express deild kvenna í Grafarvoginum, 72-42.
Staðan í hálfleik var 42-26 en Grindvíkingar höfðu yfirburði í leiknum allt frá upphafi.
Petrúnella Skúladóttir var stigahæst hjá Grindavík með sautján stig en Lilja Ósk Sigmarsdóttir kom næst með þrettán.
Hjá Fjölni voru þrír leikmenn stigahæstir en þær skoruðu níu stig hver.
Grindavík er í öðru sæti riðilsins með tólf stig en Fjölnir í því neðsta með tvö.
Grindavík hefur sex stiga forystu á Snæfell sem á þó leik til góða en tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Valur er í efsta sætinu með sextán stig.
Stórsigur Grindavíkur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn


„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn


„Spiluðum mjög vel í dag“
Enski boltinn

