Guðlaugur fékk 25 milljónir frá aðilum sem segja ekki til nafns Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. desember 2009 17:15 Guðlaugur Þór Þórðarson fékk 25 milljónir fyrir prófkjörið árið 2007. Mynd/ Anton. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, safnaði tæpum 25 milljónum frá einstaklingum og fyrirtækjum fyrir prófkjör sitt til alþingiskosninganna árið 2007. Þetta kemur fram í yfirliti sem Ríkisendurskoðun birti á vefsíðu sinni í dag. Guðlaugur Þór safnaði 17, 7 milljónum frá fyrirtækjum en um 7,1 milljón frá einstaklingum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur ekki fram hverjir styrktu Guðlaug og tekið fram að óskað hafi verið nafnleyndar. Þeir sem styrktu framboð Guðlaugs mest gáfu 2 milljónir króna. Guðlaugur Þór sóttist eftir öðru sæti í prófkjörinu í Reykjavík árið 2007. Hann atti kappi við Björn Bjarnason, þáverandi ráðherra. Styrkir til Björns eru ekki gefnir upp í skýrslunni. Flokksbróðir Guðlaugs og Björns, Illugi Gunnarsson, safnaði um 14,5 milljónum króna fyrir sama prófkjör. Þar af komu um 10 milljónir frá fyrirtækjum en annað kom frá einstaklingum. Exista veitti Illuga hæsta styrkinn, eða 3 milljónir króna. Kristján Þór Júlíusson safnaði 2,7 milljónum króna. Hann gaf ekki upp hverjir hefðu styrkt sig, en ljóst að eitt fyrirtæki hefur styrkt hann um hærri upphæð en 500 þúsund. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir safnaði tæpum 5 milljónum króna. Þar af komu 4,5 milljónir frá Lansbankanum, Exista og Kaupþingi, en hver aðili um sig gaf 1,5 milljón króna. Aðrir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins fengu ekki framlög yfir 500 þúsund krónum. Vísir mun segja frá styrkjum til frambjóðenda annarra flokka síðar í kvöld. Tengdar fréttir Birta upplýsingar um framlög til stjórnmálaflokka 2002 - 2006 Ríkisendurskoðun hefur birt samræmdar upplýsingar um fjárframlög til Framsóknarflokksins, Reykjavíkurlistans og Samfylkingarinnar á tímabilinu 2002-2006. Einnig upplýsingar um framlög til aðalskrifstofa Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs auk nokkurra eininga sem tilheyra síðarnefnda flokknum á sama tímabili. 30. desember 2009 16:46 Steinunn Valdís fékk tvær milljónir frá Landsbankanum Steinunn Valdís Óskarsdóttir fékk hæsta einstaka styrk allra þátttakenda í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningar árið 2007. Hún fékk tvær milljónir frá Landsbankanum en auk þess fékk hún eina milljón frá Baugi Group og FL Group. Helgi Hjörvar fékk hæstu styrkina eða alls um 5,6 milljónir. Þetta kemur fram í yfirliti sem Ríkisendurskoðun birti á vefsíðu sinni í dag. 30. desember 2009 16:59 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, safnaði tæpum 25 milljónum frá einstaklingum og fyrirtækjum fyrir prófkjör sitt til alþingiskosninganna árið 2007. Þetta kemur fram í yfirliti sem Ríkisendurskoðun birti á vefsíðu sinni í dag. Guðlaugur Þór safnaði 17, 7 milljónum frá fyrirtækjum en um 7,1 milljón frá einstaklingum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur ekki fram hverjir styrktu Guðlaug og tekið fram að óskað hafi verið nafnleyndar. Þeir sem styrktu framboð Guðlaugs mest gáfu 2 milljónir króna. Guðlaugur Þór sóttist eftir öðru sæti í prófkjörinu í Reykjavík árið 2007. Hann atti kappi við Björn Bjarnason, þáverandi ráðherra. Styrkir til Björns eru ekki gefnir upp í skýrslunni. Flokksbróðir Guðlaugs og Björns, Illugi Gunnarsson, safnaði um 14,5 milljónum króna fyrir sama prófkjör. Þar af komu um 10 milljónir frá fyrirtækjum en annað kom frá einstaklingum. Exista veitti Illuga hæsta styrkinn, eða 3 milljónir króna. Kristján Þór Júlíusson safnaði 2,7 milljónum króna. Hann gaf ekki upp hverjir hefðu styrkt sig, en ljóst að eitt fyrirtæki hefur styrkt hann um hærri upphæð en 500 þúsund. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir safnaði tæpum 5 milljónum króna. Þar af komu 4,5 milljónir frá Lansbankanum, Exista og Kaupþingi, en hver aðili um sig gaf 1,5 milljón króna. Aðrir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins fengu ekki framlög yfir 500 þúsund krónum. Vísir mun segja frá styrkjum til frambjóðenda annarra flokka síðar í kvöld.
Tengdar fréttir Birta upplýsingar um framlög til stjórnmálaflokka 2002 - 2006 Ríkisendurskoðun hefur birt samræmdar upplýsingar um fjárframlög til Framsóknarflokksins, Reykjavíkurlistans og Samfylkingarinnar á tímabilinu 2002-2006. Einnig upplýsingar um framlög til aðalskrifstofa Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs auk nokkurra eininga sem tilheyra síðarnefnda flokknum á sama tímabili. 30. desember 2009 16:46 Steinunn Valdís fékk tvær milljónir frá Landsbankanum Steinunn Valdís Óskarsdóttir fékk hæsta einstaka styrk allra þátttakenda í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningar árið 2007. Hún fékk tvær milljónir frá Landsbankanum en auk þess fékk hún eina milljón frá Baugi Group og FL Group. Helgi Hjörvar fékk hæstu styrkina eða alls um 5,6 milljónir. Þetta kemur fram í yfirliti sem Ríkisendurskoðun birti á vefsíðu sinni í dag. 30. desember 2009 16:59 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Birta upplýsingar um framlög til stjórnmálaflokka 2002 - 2006 Ríkisendurskoðun hefur birt samræmdar upplýsingar um fjárframlög til Framsóknarflokksins, Reykjavíkurlistans og Samfylkingarinnar á tímabilinu 2002-2006. Einnig upplýsingar um framlög til aðalskrifstofa Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs auk nokkurra eininga sem tilheyra síðarnefnda flokknum á sama tímabili. 30. desember 2009 16:46
Steinunn Valdís fékk tvær milljónir frá Landsbankanum Steinunn Valdís Óskarsdóttir fékk hæsta einstaka styrk allra þátttakenda í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningar árið 2007. Hún fékk tvær milljónir frá Landsbankanum en auk þess fékk hún eina milljón frá Baugi Group og FL Group. Helgi Hjörvar fékk hæstu styrkina eða alls um 5,6 milljónir. Þetta kemur fram í yfirliti sem Ríkisendurskoðun birti á vefsíðu sinni í dag. 30. desember 2009 16:59