Framsóknarmenn halda aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim mun hvert kjördæmi fyrir sig taka ákvörðun um hvernig staðið verði að vali á framboðslista framsóknarmanna vegna kosninga til Alþingis í vor.
Áður hafa verið nýttar aðferðir á borð við uppstillingarnefndir, opin prófkjör eða lokuð. og einföld eða tvöföld kjördæmaþing. Tvöfalt þýðir að bæði aðal og varamenn hafa atkvæðarétt á þinginu.
