Sport

Bolt líklegur til þess að slá brátt eigið heimsmet

Ómar Þorgeirsson skrifar
Usain Bolt.
Usain Bolt. Nordic photos/AFP

Spretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíka gaf sterkar vísbendingar um að hann muni brátt bæta eigið heimsmet í 200 metra hlaupi þegar hann vann sigur á móti í Lausanne í Sviss í gær.

Bolt hljóp 200 metrana þá á tímanum 19,59 sekúndur og setti brautarmet þrátt fyrir erfiðar aðstæður en mikil rigning setti svip sinn á keppnina. Heimsmetstíminn sem Bolt setti á Ólympíuleikunum í Peking er 19,30 sekúndur.

„Þessi tími kom mér nokkuð á óvart þar sem þetta voru mjög erfiðar aðstæður. Ég er svo ekki að senda út nein skilaboð með þessum tíma en ég veit hvað ég get og það er alltaf gaman að keppa. Fólk hefur líka gaman að horfa á mig og það hvetur mig áfram," sagði Bolt eftir hlaupið í Lausanne.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×