Hætta að borga og bíða eftir málsókn 8. janúar 2009 06:00 Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars. „Neyðarlögin heimila okkur ekki að sækja rétt okkar gagnvart skilanefnd Kaupþings. En hins vegar munum við verja þennan rétt ef nefndin fellst ekki á kröfur okkar um þennan skuldajöfnuð," segir Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars. Eftir því sem næst verður komist hyggst félagið hætta að greiða af skuldum sínum við Kaupþing og bíða þess að vera stefnt fyrir dómstóla. Kjalar og skilanefndin hafa frá falli Kaupþings deilt um gjaldeyrissamninga sem eru nú í höndum skilanefndarinnar. Kjalar skuldar bankanum jafnframt stórfé. Skuldirnar munu vera komnar til vegna ýmissa fjárfestinga en Kjalar átti tíu prósenta hlut í Kaupþingi. Þá á félagið verulega eignarhluti í Samskipum, Alfesca, Granda og fleiri félögum. Ólafur Ólafsson athafnamaður ræður öllu sem gerist í Kjalari en hann á 94 prósent hlutafjár í félaginu. Kjalar vill jafna skuldir á móti gjaldeyrissamningunum en jafnframt að þeir verði gerðir upp miðað við markaðsgengi þeirra á gjalddaga, 14. október. Þá kostaði evran 305 krónur hjá evrópska seðlabankanum og Kjalarsmenn vilja miða við það. „Enda var gjaldeyrismarkaður hér á landi þá handstýrður og óvirkur," segir Hjörleifur.Haft var eftir Kristni Hallgrímssyni, lögmanni og stjórnarmanni í Kjalari í Morgunblaðinu í gær, að krafa félagsins sé miklum mun hærri en sem nemur skuldunum. Gjaldeyrissamningarnir voru gerðir snemma í fyrra. Þá lét Kjalar 650 milljónir evra á því gengi sem þá var, og hugðist fá evrurnar aftur um miðjan október, en á sama gengi og þær voru keyptar á. Gengi krónunnar hafði þá lækkað verulega í millitíðinni og var með allra lægsta móti á meginlandi Evrópu. Kjalarsmenn telja að þeir hefðu auðveldlega getað selt útlendingum evrurnar hefðu þær verið afhentar. Skilanefndin og fulltrúar Kjalars munu hafa rætt saman alveg frá falli Kaupþings en án samkomulags. Ekki náðist í Steinar Guðgeirsson, formann skilanefndar Kaupþings. - ikh Markaðir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
„Neyðarlögin heimila okkur ekki að sækja rétt okkar gagnvart skilanefnd Kaupþings. En hins vegar munum við verja þennan rétt ef nefndin fellst ekki á kröfur okkar um þennan skuldajöfnuð," segir Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars. Eftir því sem næst verður komist hyggst félagið hætta að greiða af skuldum sínum við Kaupþing og bíða þess að vera stefnt fyrir dómstóla. Kjalar og skilanefndin hafa frá falli Kaupþings deilt um gjaldeyrissamninga sem eru nú í höndum skilanefndarinnar. Kjalar skuldar bankanum jafnframt stórfé. Skuldirnar munu vera komnar til vegna ýmissa fjárfestinga en Kjalar átti tíu prósenta hlut í Kaupþingi. Þá á félagið verulega eignarhluti í Samskipum, Alfesca, Granda og fleiri félögum. Ólafur Ólafsson athafnamaður ræður öllu sem gerist í Kjalari en hann á 94 prósent hlutafjár í félaginu. Kjalar vill jafna skuldir á móti gjaldeyrissamningunum en jafnframt að þeir verði gerðir upp miðað við markaðsgengi þeirra á gjalddaga, 14. október. Þá kostaði evran 305 krónur hjá evrópska seðlabankanum og Kjalarsmenn vilja miða við það. „Enda var gjaldeyrismarkaður hér á landi þá handstýrður og óvirkur," segir Hjörleifur.Haft var eftir Kristni Hallgrímssyni, lögmanni og stjórnarmanni í Kjalari í Morgunblaðinu í gær, að krafa félagsins sé miklum mun hærri en sem nemur skuldunum. Gjaldeyrissamningarnir voru gerðir snemma í fyrra. Þá lét Kjalar 650 milljónir evra á því gengi sem þá var, og hugðist fá evrurnar aftur um miðjan október, en á sama gengi og þær voru keyptar á. Gengi krónunnar hafði þá lækkað verulega í millitíðinni og var með allra lægsta móti á meginlandi Evrópu. Kjalarsmenn telja að þeir hefðu auðveldlega getað selt útlendingum evrurnar hefðu þær verið afhentar. Skilanefndin og fulltrúar Kjalars munu hafa rætt saman alveg frá falli Kaupþings en án samkomulags. Ekki náðist í Steinar Guðgeirsson, formann skilanefndar Kaupþings. - ikh
Markaðir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira