Forlagið stelur Steinari Braga 8. janúar 2009 06:00 Segist verða „cult“-fígúra eftir sem áður þótt hann sé nú genginn til liðs við Forlagið. „Jahhh, svíkja Nýhil? Nei, nei, það var mjög gott samkomulag um að ég færi," segir Steinar Bragi rithöfundur sem nýverið söðlaði um og gekk til liðs við Mál og menningu sem er hluti Forlags-veldisins. Konur, nýjasta skáldsaga Steinar Braga, sem hið anarkíska forlag Nýhil - sjálfseignarstofnun rekin án arðsemissjónarmiða, gaf út, er uppseld hjá forlagi. Þúsund eintök farin. Bókin hlaut einróma lof; Fréttablaðið, Morgunblaðið og DV gáfu henni allar fimm stjörnur og nú tekur Forlagið við og gefur Konur út í kilju. „Það þótti óhentugt að dreifa einni vesældarlegri kilju um allt land fyrir Nýhil, forlag sem hefur ekki einu sinni afnot af bíl nema hugsanlega í gegnum móður einhvers. Jón Bjarki, DV-maðurinn heiðarlegi, fékk stundum lánaðan bíl hjá móður sinni til að dreifa en hann nennti ekki að tuða lengur í henni," segir Steinar Bragi óþarflega lítillátur. Viðar Þorsteinsson, heimspekingur hjá Nýhil, segir þetta laukrétt og fagnar því að Steinar Bragi sé kominn til stöndugs útgefanda og vonast til að honum verði sinnt sem hann á skilið. Nýhil einbeitir sér að grasrótinni. Aðspurður segist Steinar Bragi finna lítið fyrir því að vera kominn á mála hjá stórveldi. Hann hitti Silju Aðalsteinsdóttur, útgáfustjóra Máls og menningar, af og til. Bókmenntapáfinn Egill Helgason sagði í viðtali við Steinar Braga í Kiljunni að hann hlyti að teljast „cult"-fígúra, væri ekki allra og í framhaldi af því spyr blaðamaður Steinar Braga hvort hann sé nú orðinn við allra skap? „Nei, ég ætla að halda áfram að vera cult-fígúra. Sama hvar ég er þá verð ég það alltaf. Engar áhyggjur." Og trúr þeim frómu fyrirheitum segir hann það áhyggjuefni að hafa fengið slíkt einróma lof og raun ber vitni fyrir Konur. „Já, það var krípí." - jbg Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Jahhh, svíkja Nýhil? Nei, nei, það var mjög gott samkomulag um að ég færi," segir Steinar Bragi rithöfundur sem nýverið söðlaði um og gekk til liðs við Mál og menningu sem er hluti Forlags-veldisins. Konur, nýjasta skáldsaga Steinar Braga, sem hið anarkíska forlag Nýhil - sjálfseignarstofnun rekin án arðsemissjónarmiða, gaf út, er uppseld hjá forlagi. Þúsund eintök farin. Bókin hlaut einróma lof; Fréttablaðið, Morgunblaðið og DV gáfu henni allar fimm stjörnur og nú tekur Forlagið við og gefur Konur út í kilju. „Það þótti óhentugt að dreifa einni vesældarlegri kilju um allt land fyrir Nýhil, forlag sem hefur ekki einu sinni afnot af bíl nema hugsanlega í gegnum móður einhvers. Jón Bjarki, DV-maðurinn heiðarlegi, fékk stundum lánaðan bíl hjá móður sinni til að dreifa en hann nennti ekki að tuða lengur í henni," segir Steinar Bragi óþarflega lítillátur. Viðar Þorsteinsson, heimspekingur hjá Nýhil, segir þetta laukrétt og fagnar því að Steinar Bragi sé kominn til stöndugs útgefanda og vonast til að honum verði sinnt sem hann á skilið. Nýhil einbeitir sér að grasrótinni. Aðspurður segist Steinar Bragi finna lítið fyrir því að vera kominn á mála hjá stórveldi. Hann hitti Silju Aðalsteinsdóttur, útgáfustjóra Máls og menningar, af og til. Bókmenntapáfinn Egill Helgason sagði í viðtali við Steinar Braga í Kiljunni að hann hlyti að teljast „cult"-fígúra, væri ekki allra og í framhaldi af því spyr blaðamaður Steinar Braga hvort hann sé nú orðinn við allra skap? „Nei, ég ætla að halda áfram að vera cult-fígúra. Sama hvar ég er þá verð ég það alltaf. Engar áhyggjur." Og trúr þeim frómu fyrirheitum segir hann það áhyggjuefni að hafa fengið slíkt einróma lof og raun ber vitni fyrir Konur. „Já, það var krípí." - jbg
Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira