Viðskipti erlent

Vafri Opera Software verður vefþjónn

Jón S. von Tetzchner
Jón S. von Tetzchner

Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software kynnti í gær fyrstu prufuútgáfu af nýrri tækni sem gerir netverjum kleift að breyta einkatölvum sínum og farsímum í netþjóna í gegnum vafr­ann.

Með búnaðinum, sem kallast Opera Unite, er mögulegt að tengja saman fleiri en eina tölvu og annan búnað sem keyrir á Opera-vafr­anum og deila skrám, svo sem tónlist, líkast því sem um hefðbundinn vefþjón sé að ræða. Þriðji aðili, sem venjulega myndi vista efnið, kemur hvergi við sögu.

Fram kom á blaðamannafundi fyrirtækisins í gærmorgun, þar sem Jón S. von Tetzchner, forstjóri Opera Software, kynnti tæknina, að í fyrstu verði hún aðeins fyrir einkatölvur. Stefnt er að því að innleiða hana í farsíma síðar meir.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×