Fótbolti

Lippi vonar að Frakkar komist ekki á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marcello Lippi.
Marcello Lippi.

Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítalíu, heldur með ítölsku þjálfurunum í umspilsleikjunum um helgina.

Giovanni Trapattoni og Marco Tardelli stýra írska landsliðinu sem mætir Frökkum á morgun.

„Ég mun styðja Ítalana. Ég hef ekkert á móti Frökkum en ég mun styðja landa mína," sagði Lippi.

Hans strákar eiga leik gegn Hollendingum á morgun og Lippi hefur þegar tilkynnt byrjunarlið sitt. Það lítur svona út:

Buffon, Zambrotta, Cannavaro, Chiellini, Grosso, Camoranesi, Pirlo, Palombo, Candreva, Gilardino, Palladino.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×