Viðskipti erlent

Reikna með að olíuverðið fari í 70 dollara fyrir áramótin

Mikill meirihluti markaðssérfræðinga í olíusölu reiknar með að heimsmarkaðsverð á olíu fari í 70 dollara á tunnuna á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í umfjöllun um þróun olíuverð á Bloomberg-fréttaveitunni.

Átökin á Gaza-svæðinu hafa leitt til þess að olíuverðið hefur hækkað töluvert frá áramótunum. Í morgun var verðið á olíu til afhendingar í febrúar komið í rúmlega 48 dollara á markaðinum í London. Verðið á olíu til afhendingar í desember á þessu ári á sama markaði er nú í rúmlega 60 dollurum á tunnuna.

Í könnum sem Bloomberg gerði meðal 30 markaðsérfræðinga kemur fram að 28 þeirra reikna með að verðið á tunnunni verði komið í 70 dollara fyrir árslok.

Christoph Eibel hjá Tiberius Asset Management í Sviss segir að efnahagur heimsins komist í jafnvægi á seinni hluta þessa árs og þar með muni eftirspurn eftir hrávöru fara vaxandi. "Og olían hefur bestu möguleikana til hækkunar," segir Eibel.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×