Bruggverksmiðjurnar Carlsberg í Danmörku hafa ráðið Peter Kondrup í stöðu forstjóra yfir samskiptasviði fjárfesta hjá verksmiðjunum. Kondrup er fyrrum yfirmaður í greiningardeild Kaupþings í Danmörku.
Kondrup sá m.a. um greiningar á hlutabréfum Carlsberg og stöðu félagsins þegar hann vann hjá Kaupþingi og er því mörgum hnútum kunnur þar á bæ.
Hann mun leysa af Mikael Bo Larsen sem gengt hefur þessu starfi undanfarin sex ár. Larsen hefur svo aftur fengið stöðu hjá Nordea Private Banking.