Innlent

Nova styður Björn Jörund

Höfuðstöðvar Nova.
Höfuðstöðvar Nova.

Liv Bergþórsdóttir forstjóri farsímafyrirtækisins Nova segir að fyrirtækið styðji Björn Jörund Friðbjörnsson í því að feta rétta braut í lífinu. Fyrirtækið harmar einnig að hann hafi flækst inn í kókaínmál.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Nova en líkt og Vísir greindi frá í dag flæktist Björ Jörundur inn í kókaínmál þegar dómur yfir fíkniefnasala féll í dag. Þar hleraði lögregla símtöl sem Björn átti við fíkniefnasalann.

Björn Jörundur hefur komið fram í auglýsingarherferðum Nova en í yfirlýsingunni segir að hann hafi verið valinn á sínum tíma vegna þess að hann sé skemmtilegur og vinsæll tónlistarmaður.

„Það er vel þekkt í auglýsingum að nota þekkt andlit og nöfn - stjörnur - en þetta fólk misstígur sig eins og aðrir og það er áhætta sem fyrirtæki taka þegar þau velja talsmenn. Þá skiptir ekki máli hvort viðkomandi er afreksmaður í íþróttum, vinsæll tónlistarmaður, sjónvarpsstjarna eða Jón Jónsson. Öllum getur orðið á," segir í yfirlýsingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×