Michael Schumacher hefur gert þriggja ára samning við Mercedes um akstur í Formúlu 1, en ekki til eins árs eins og fyrstu fréttir hermdu.
"Ég vildi gera langtímasamkomulag við Mercedes og er fullur orku til að takast á við verkefnið", segir Schumacher sem klæðist keppnisgalla Mercedes ásamt landa sínum Nico Rosberg.
Verða því tveir þýskir ökumenn hjá merkinu þýska, en Mercedes var á síðustu öld fornfrægt fyrir árangur í kappakstri.
Á næsta ári verða 26 ökumenn á ráslínunni og Schumacher mun mæta köppum eins og Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Jenson Button sem allir eru meistarar.