Lögreglan var andvíg því að færa barn í hendur forsjálauss föður Karen Kjartansdóttir skrifar 24. nóvember 2009 18:38 Fimm lögreglumenn þurfti til að aðstoða fulltrúa barnaverndar Reykjavíkur við að koma sjö ára telpu í hendur forsjárlauss föður síns en hann vildi hún alls ekki hitta. Lögreglan telur að hagmunir barnsins hafi ekki verið hafðir að leiðarljósi. Stúlkan þurfti læknishjálp eftir heimsóknina til föður síns. Réttur foreldra um að fá að umgangast börn sín virðist ganga fyrir rétti barna um öryggi. Ef marka má rannsókn lögfræðings á umgengnis- og forsjármálum undanfarinn áratug. Sem dæmi má nefna mál móður sem dæmd var forsjá yfir þremur stúlkum eftir að faðirinn játaði að hafa beitt hana og eitt barnanna ofbeldi. Sýslumaður mat það svo að taka yrði tillit til vilja tveggja eldri dætranna sem ekki vildu hitta föður sinni. Hins vegar hefði yngsta stúlkan, sem nú er sjö ára, ekki aldur til að ákveðað það sjálf og skyldi hún umgangast föðurinn. Við því varð móðirin ekki. Í sumar mættu svo fulltrúar frá Sýslumanni og Barnavernd ásamt tveimur lögreglumönnum á heimili móðurinnar. Erfiðlega gekk þó að koma stúlkunni til föður síns og voru þrír lögregluþjónar til viðbótar kallaðir út. Í skýrslu sem lögreglumennirnir fimm á vettvangi skrifuðu allir undir er aðförinni lýst svona: "Er við komum á vettvang heyrðum við mikinn grát og öskur, greinilegt var að eitthvað mikið gekk á." Lögreglumaður spurði stúlkuna hvers vegna hún vildi ekki fara með föður sínum, "sagði hún að hann væri vondur við sig, hann hefði slegið sig og hrist." Annar lögreglumaður ræddi þá við fulltrúa sýslumanns og sagði að sér þætti of langt gengið. Sýslumannsfulltrúinn svaraði því til að þeir einu sem gætu stöðvað þetta væru barnaverndarstarfsmenn. Lögreglumaður fór þá fram til barnaverndarstarfsmanna og spurði þá hvort þeir væru ekki þarna til að gæta hagsmuna barnanna." en fékk þau svör að "drífa þetta af" og "loka hin börnin inn í herbergjum sínum." Lögreglan svaraði því þá að þarna væri ekki verið að stjórna umferð. Móðirin dró þá dóttir sína fram á stigagang. Faðir barnanna tók þar við henni og fór með hana út í bifreið sína á meðan hin börn hans öskruðu ókvæðisorð á eftir honum. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur föðurins segir að hún telji starfsmenn barnaverndar hafa gert allt rétt hún sé ósamála lýsingum lögreglu á staðnum. Í læknisvottorði sem sent var sýslumanninum í Reykjavík eftir umgengni feðginanna kemur þetta hins vegar fram: "met ég ástandið alvarlegt og á þann veg að aðför nú hafi mjög slæmar afleiðingar fyrir heilsu barnsins." Hjá Barnvernd Reykjavíkur fengust þau svör að starfsmenn hennar hafi ekki haft heimild til að stöðva aðgerðina. Eftir atvikið hafi verið kallað eftir leiðbeiningum um framkvæmd mála sem þessa Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Fimm lögreglumenn þurfti til að aðstoða fulltrúa barnaverndar Reykjavíkur við að koma sjö ára telpu í hendur forsjárlauss föður síns en hann vildi hún alls ekki hitta. Lögreglan telur að hagmunir barnsins hafi ekki verið hafðir að leiðarljósi. Stúlkan þurfti læknishjálp eftir heimsóknina til föður síns. Réttur foreldra um að fá að umgangast börn sín virðist ganga fyrir rétti barna um öryggi. Ef marka má rannsókn lögfræðings á umgengnis- og forsjármálum undanfarinn áratug. Sem dæmi má nefna mál móður sem dæmd var forsjá yfir þremur stúlkum eftir að faðirinn játaði að hafa beitt hana og eitt barnanna ofbeldi. Sýslumaður mat það svo að taka yrði tillit til vilja tveggja eldri dætranna sem ekki vildu hitta föður sinni. Hins vegar hefði yngsta stúlkan, sem nú er sjö ára, ekki aldur til að ákveðað það sjálf og skyldi hún umgangast föðurinn. Við því varð móðirin ekki. Í sumar mættu svo fulltrúar frá Sýslumanni og Barnavernd ásamt tveimur lögreglumönnum á heimili móðurinnar. Erfiðlega gekk þó að koma stúlkunni til föður síns og voru þrír lögregluþjónar til viðbótar kallaðir út. Í skýrslu sem lögreglumennirnir fimm á vettvangi skrifuðu allir undir er aðförinni lýst svona: "Er við komum á vettvang heyrðum við mikinn grát og öskur, greinilegt var að eitthvað mikið gekk á." Lögreglumaður spurði stúlkuna hvers vegna hún vildi ekki fara með föður sínum, "sagði hún að hann væri vondur við sig, hann hefði slegið sig og hrist." Annar lögreglumaður ræddi þá við fulltrúa sýslumanns og sagði að sér þætti of langt gengið. Sýslumannsfulltrúinn svaraði því til að þeir einu sem gætu stöðvað þetta væru barnaverndarstarfsmenn. Lögreglumaður fór þá fram til barnaverndarstarfsmanna og spurði þá hvort þeir væru ekki þarna til að gæta hagsmuna barnanna." en fékk þau svör að "drífa þetta af" og "loka hin börnin inn í herbergjum sínum." Lögreglan svaraði því þá að þarna væri ekki verið að stjórna umferð. Móðirin dró þá dóttir sína fram á stigagang. Faðir barnanna tók þar við henni og fór með hana út í bifreið sína á meðan hin börn hans öskruðu ókvæðisorð á eftir honum. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur föðurins segir að hún telji starfsmenn barnaverndar hafa gert allt rétt hún sé ósamála lýsingum lögreglu á staðnum. Í læknisvottorði sem sent var sýslumanninum í Reykjavík eftir umgengni feðginanna kemur þetta hins vegar fram: "met ég ástandið alvarlegt og á þann veg að aðför nú hafi mjög slæmar afleiðingar fyrir heilsu barnsins." Hjá Barnvernd Reykjavíkur fengust þau svör að starfsmenn hennar hafi ekki haft heimild til að stöðva aðgerðina. Eftir atvikið hafi verið kallað eftir leiðbeiningum um framkvæmd mála sem þessa
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira