Enski boltinn

Pavlyuchenko bíður eftir að heyra frá Roma

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roman Pavlyuchenko í leik með Tottenham.
Roman Pavlyuchenko í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Umboðsmaður Roman Pavlyuchenko segir að ef ítalska félagið Roma hafi áhuga á að fá hann til liðs við félagið verði það að koma sér í samband við annað hvort sig eða Tottenham.

Pavlyuchenko er á mála hjá Tottenham en er ekki ánægður hjá félaginu og vill losna þaðan í janúar næstkomandi. Umboðsmaðurinn hélt því fram í síðustu viku að Roma hefði áhuga á kappanum.

„Við erum að bíða eftir viðbrögðum frá Roma," sagði umboðsmaðurinn. „Ég hef ekki heyrt í félaginu síðan ég fékk tíðindin þaðan í síðustu viku eins og frægt er orðið. Félagið hefur ekki heldur rætt við Tottenham."

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, vill halda Pavlyuchenko og hefur því verið gefið í skyn að til greina komi að lána hann í janúar. „Nei, hann verður ekki lánaður til annars félags," sagði umboðsmaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×