Innlent

Landsfundur Samfylkingarinnar settur í Smáranum

Varaformannsefnin Dagur B. Eggertsson og Árni Páll Árnason ásamt núverandi varaformanni Ágústi Ólafi Ágústssyni.
Varaformannsefnin Dagur B. Eggertsson og Árni Páll Árnason ásamt núverandi varaformanni Ágústi Ólafi Ágústssyni.

Landsfundur Samfylkingarinnar átti að hefjast í Smáranum í Kópavogi klukkan fjögur í dag en vegna umferðatafa varð að fresta setningu fundarins um nokkrar míníutur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins mun setja fundinn og flytja lokaræðu sína sem formaður Samfylkingarinnar. Samfylkingarmenn gera ráð fyrir að um tvö þúsund manns sæki fundinn alls staðar að af landinu en fundurinn er raunar opinn öllum sem áhuga hafa.

Eftir ræðu Ingibjargar taka við tónlistaratriði og ávörp og klukkan sex verða ályktanir og tillögur lagðar fram. Málefnastarf fer síðan fram í kvöld.

Hægt er að fylgjast með setningu fundarins í beinni á heimasíðu Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×