Innlent

Fleiri greinast með svínaflensu

Frá Mexíkóborg. Víða erlendis notast fólk við grímur til að verjast inflúensunni. Mynd/AP
Frá Mexíkóborg. Víða erlendis notast fólk við grímur til að verjast inflúensunni. Mynd/AP
Alls hafa 168 greinst með svínaflensu (H1N1) vegna sýkingu á Íslandi sem staðfest voru á veirufræðideild Landspítala. Þar af eru 92 karlar og 76 konur. Í síðustu viku höfðu 162 greinst með flensuna. Þetta kemur fram á upplýsingavef Landlæknisembættisins vegna svínaflensunnar.

Þar segir að 30. ágúst hafi verið skráð samtals 795 tilfelli með inflúensulík einkenni eða staðfesta inflúensu hér landi. Þar af eru 358 karlar og 437 konur en flest tilfellin eru í aldurshópnum 15 til 34 ára.

Ekki er vitað um alvarleg veikindi af völdum svínaflensunnar hér á landi, en hlutfall tilfella af erlendum uppruna hefur farið fækkandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×