Formúla 1

Schumacher byrjaður að keyra Ferrari

Michael Schumacher verður að notast við gamlan Ferrari bíl á æfingum þar sem bannað er að keyra 2009 bílanna milli móta.
Michael Schumacher verður að notast við gamlan Ferrari bíl á æfingum þar sem bannað er að keyra 2009 bílanna milli móta.

Michael Schumacher lætur ekki deigan síga, þó æfingabann milli mót þýði að hann má ekki keyra 2009 Formúlu 1 bíl. Hann er að keyra 2007 Ferrari á Mugello brautinni í dag.

Í gær var Schumacher í höfuðstöðvum Ferrari og ók í ökuhermi til að læra á virkni stýrisins í bíl Felipe Massa sem hann ekur í Valencia á Spáni í lok ágúst.

"Þar sem það er æfingabann í Formúlu 1, þá hringdi ég í gaura sem áttu gamlan Ferrari og þeir lánuðu mér bílinn til æfinga. Þó bíllinn sé ekki nýr, þá fæ ég tilfinningu fyrir akstrinum. Ég vil geta keyrt eins mikið og mögulegt er. Ég verð á fullu að undirbúa mig næstu vikurnar", sagði Schumacher.

Líklegt er að koma Schumachers muni hleypa lífi í miðasölu fyrir kappaksturinn í Valencia.

Sjá brautarlýsingu fyrir Valencia brautina




Fleiri fréttir

Sjá meira


×