Björgólfur Guðmundsson - frá upphafi til enda Valur Grettisson og Friðrik Indriðason skrifa 31. júlí 2009 16:28 Björgólfur Guðmundsson ásamt Sigurjóni Þ. Árnasyni. Honum var eitt sinn lýst í Financial Times sem áhrifamesta viðskiptamanni landsins. Hann náði hæstu hæðum þar sem hann prýddi lista Forbes tímaritsins yfir auðugustu menn heimsins. Þetta var gullárið 2007 þegar eignir hans voru metnar á 1,2 milljarða dollara eða rúmlega 150 milljarða kr. Tæpum tuttugu árum áður náði hann lægstu lægðum þegar hann var handtekinn, hnepptur í gæsluvarðhald og að lokum dæmdur í fimm mánaða fangelsi eftir gjaldþrot Hafskips. Núna er Björgólfur Guðmundsson gjaldþrota. Úr dósum í Hafskip Það var árið 1941 sem Björgólfur Guðmundsson fæddist. Hann er sonur Guðmundar Péturs Ólafssonar og Kristínar Davíðsdóttur. Eiginkona Björgólfs er Þóra Hallgrímsson. Björgólfur gekk í Verslunarskóla Íslands og hóf síðan nám í lagadeild Háskóla Íslands en hætti því námi eftir tvö ár. Á meðan á náminu stóð gekk hann í Sjálfstæðisflokkinn og sat í stjórn Heimdallar árin 1965 til 1968. Eftir það gerist hann framkvæmdastjóri Dósaverksmiðjunnar. Árið 1977 var Björgólfur ráðinn framkvæmdastjóri Hafskips. Hann komst í sviðsljós fjölmiðla undir lok ársins 1985 þegar Hafskip varð gjaldþrota. Það mál hafði víðtækar afleiðingar um allt þjóðfélagið og leiddi meðal annars til þess að einn af þáverandi bönkum landsins, Útvegsbankinn, varð einnig gjaldþrota og var lagður niður. Björgólfur Thor Björgólfsson. Gæsluvarðhald Björgólfur, ásamt öðrum mönnum tengdum Hafskipi, voru hnepptir í gæsluvarðhald vegna gruns um bókhaldssvik og fleira. Fjölmiðlar voru óvægnir í umfjöllun sinni. Málið þótti hápólitískt. Í réttarhöldunum sagði Björgólfur að það hafi verið fyrirsögn DV sem reyndist þeim dýrkeypt; það var fyrirsögn sem sagði að Hafskip þénaði meira en Eimskip, sem þá var fjöregg Sjálfstæðisflokksins. Mikil málaferli hófust í kjölfarið gegn forráðamönnum Hafskips og stóðu þau árum saman. Árið 1991 var Björgólfur síðan dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir bókhaldssvik og fleira. Síðar þyngdi Hæstiréttur Íslands dóminn í 12 mánuði. Málið sat lengi í Björgólfi sem vildi að ríkissaksóknari tæki málið aftur upp. Sú krafa kom upp stuttu fyrir bankahrun. Henni var síðan hafnað. Bjór og mafía Tveimur árum eftir sakfellinguna flutti Björgólfur ásamt syni sínum Björgólfi Thor og Magnúsi Þorsteinssyni til Pétursborgar í Rússlandi með hálfónýta gosdrykkjaverksmiðju frá Akureyri. Þeir settu verksmiðjuna upp í borginni og fóru að framleiða þar áfengt gos undir nafninu Bravo. Síðar fóru þeir út í framleiðslu á bjór sem náði vinsældum og fór svo að Heineken keypti verksmiðjuna árið 2002 fyrir 400 milljónir dollara að sagt var. Margar sögur voru tengdar ævintýraför þeirra til Rússlands. Þá var brigslað um meint sambönd við rússnesku mafíuna. Meðal annars voru forstjórar tveggja bruggverksmiðja myrtir á dularfulla hátt. Síðar var kveikt í þriðju bruggverksmiðjunni. Ásakanir um tengslin komu fram í breskum fjölmiðlum. Þeim var alfarið vísað á bug. Magnús Þorsteinsson viðskiptafélagi feðganna. Hann á næst stærsta gjaldþrot einstaklinga hér á landi. Keypti Landsbankann og fékk Riddarakross Snéru þeir félagar heim aftur stuttu fyrir árið 2000 og mynduðu Samson-hópinn sem síðan keypti kjölfestuhlut í Landsbankanum. Kaupin voru umdeild á sínum tíma og hafa verið það alla tíð síðan. Björgólfur sat sem stjórnarformaður Landsbankans frá 2003 þar til síðasta haust er bankinn fór í þrot. Árið 2005 var Björgólfur sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til viðskiptalífs og menningar landsins. Hann þótt örlátur á fé til ýmissa góðgerðar- og menningarmála þegar svokölluð útrás íslenskra viðskiptamanna stóð sem hæst árin 2005 til 2008. Á fyrrgreindu tímabili komst Björgólfur oft á síður heimsblaðanna, ekki hvað síst í kjölfar þess að hann festi kaup á enska úrvalsdeildarliðinu West Ham undir árslok 2006 ásamt Eggert Magnússyni. Tvö síðustu árin fyrir hrun Landsbankans var Björgólfur og félög tengd honum einkum þekkt fyrir viðamikil kaup á fasteignum og lóðum í borginni. Sló Íslandsmet í gjaldþroti Eftir bankahrunið síðasta haust hefur Björgólfur legið undir harkalegri gagnrýni á fjármálastarfsemi sinni sem og allir aðrir svokallaðir „útrásarvíkingar". Björgólfur kom síðast opinberlega fram í viðtali í Kastljósi. Þá sagðist hann ekki vita hvort hann væri gjaldþrota, enn væri verið að taka saman skuldir hans og stöðu í fjármálalífinu. Nú er það ljóst, Björgólfur á stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar, hugsanlega víðar. Sveinn Sveinsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður þrotabústjóri. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Honum var eitt sinn lýst í Financial Times sem áhrifamesta viðskiptamanni landsins. Hann náði hæstu hæðum þar sem hann prýddi lista Forbes tímaritsins yfir auðugustu menn heimsins. Þetta var gullárið 2007 þegar eignir hans voru metnar á 1,2 milljarða dollara eða rúmlega 150 milljarða kr. Tæpum tuttugu árum áður náði hann lægstu lægðum þegar hann var handtekinn, hnepptur í gæsluvarðhald og að lokum dæmdur í fimm mánaða fangelsi eftir gjaldþrot Hafskips. Núna er Björgólfur Guðmundsson gjaldþrota. Úr dósum í Hafskip Það var árið 1941 sem Björgólfur Guðmundsson fæddist. Hann er sonur Guðmundar Péturs Ólafssonar og Kristínar Davíðsdóttur. Eiginkona Björgólfs er Þóra Hallgrímsson. Björgólfur gekk í Verslunarskóla Íslands og hóf síðan nám í lagadeild Háskóla Íslands en hætti því námi eftir tvö ár. Á meðan á náminu stóð gekk hann í Sjálfstæðisflokkinn og sat í stjórn Heimdallar árin 1965 til 1968. Eftir það gerist hann framkvæmdastjóri Dósaverksmiðjunnar. Árið 1977 var Björgólfur ráðinn framkvæmdastjóri Hafskips. Hann komst í sviðsljós fjölmiðla undir lok ársins 1985 þegar Hafskip varð gjaldþrota. Það mál hafði víðtækar afleiðingar um allt þjóðfélagið og leiddi meðal annars til þess að einn af þáverandi bönkum landsins, Útvegsbankinn, varð einnig gjaldþrota og var lagður niður. Björgólfur Thor Björgólfsson. Gæsluvarðhald Björgólfur, ásamt öðrum mönnum tengdum Hafskipi, voru hnepptir í gæsluvarðhald vegna gruns um bókhaldssvik og fleira. Fjölmiðlar voru óvægnir í umfjöllun sinni. Málið þótti hápólitískt. Í réttarhöldunum sagði Björgólfur að það hafi verið fyrirsögn DV sem reyndist þeim dýrkeypt; það var fyrirsögn sem sagði að Hafskip þénaði meira en Eimskip, sem þá var fjöregg Sjálfstæðisflokksins. Mikil málaferli hófust í kjölfarið gegn forráðamönnum Hafskips og stóðu þau árum saman. Árið 1991 var Björgólfur síðan dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir bókhaldssvik og fleira. Síðar þyngdi Hæstiréttur Íslands dóminn í 12 mánuði. Málið sat lengi í Björgólfi sem vildi að ríkissaksóknari tæki málið aftur upp. Sú krafa kom upp stuttu fyrir bankahrun. Henni var síðan hafnað. Bjór og mafía Tveimur árum eftir sakfellinguna flutti Björgólfur ásamt syni sínum Björgólfi Thor og Magnúsi Þorsteinssyni til Pétursborgar í Rússlandi með hálfónýta gosdrykkjaverksmiðju frá Akureyri. Þeir settu verksmiðjuna upp í borginni og fóru að framleiða þar áfengt gos undir nafninu Bravo. Síðar fóru þeir út í framleiðslu á bjór sem náði vinsældum og fór svo að Heineken keypti verksmiðjuna árið 2002 fyrir 400 milljónir dollara að sagt var. Margar sögur voru tengdar ævintýraför þeirra til Rússlands. Þá var brigslað um meint sambönd við rússnesku mafíuna. Meðal annars voru forstjórar tveggja bruggverksmiðja myrtir á dularfulla hátt. Síðar var kveikt í þriðju bruggverksmiðjunni. Ásakanir um tengslin komu fram í breskum fjölmiðlum. Þeim var alfarið vísað á bug. Magnús Þorsteinsson viðskiptafélagi feðganna. Hann á næst stærsta gjaldþrot einstaklinga hér á landi. Keypti Landsbankann og fékk Riddarakross Snéru þeir félagar heim aftur stuttu fyrir árið 2000 og mynduðu Samson-hópinn sem síðan keypti kjölfestuhlut í Landsbankanum. Kaupin voru umdeild á sínum tíma og hafa verið það alla tíð síðan. Björgólfur sat sem stjórnarformaður Landsbankans frá 2003 þar til síðasta haust er bankinn fór í þrot. Árið 2005 var Björgólfur sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til viðskiptalífs og menningar landsins. Hann þótt örlátur á fé til ýmissa góðgerðar- og menningarmála þegar svokölluð útrás íslenskra viðskiptamanna stóð sem hæst árin 2005 til 2008. Á fyrrgreindu tímabili komst Björgólfur oft á síður heimsblaðanna, ekki hvað síst í kjölfar þess að hann festi kaup á enska úrvalsdeildarliðinu West Ham undir árslok 2006 ásamt Eggert Magnússyni. Tvö síðustu árin fyrir hrun Landsbankans var Björgólfur og félög tengd honum einkum þekkt fyrir viðamikil kaup á fasteignum og lóðum í borginni. Sló Íslandsmet í gjaldþroti Eftir bankahrunið síðasta haust hefur Björgólfur legið undir harkalegri gagnrýni á fjármálastarfsemi sinni sem og allir aðrir svokallaðir „útrásarvíkingar". Björgólfur kom síðast opinberlega fram í viðtali í Kastljósi. Þá sagðist hann ekki vita hvort hann væri gjaldþrota, enn væri verið að taka saman skuldir hans og stöðu í fjármálalífinu. Nú er það ljóst, Björgólfur á stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar, hugsanlega víðar. Sveinn Sveinsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður þrotabústjóri.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira