Framsóknarmenn vilja endurskoða samgönguáætlun 21. apríl 2009 20:15 Það þarf að afla samneyslunni meiri tekna og útrýma ranglætinu úr skattakerfinu, að mati Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra og frambjóðanda VG til Alþingis. Ögmundur sagðist, í samtali við Heimi Má Pétursson og Sólveigu Bergmann á Stöð 2, vilja gera skattakerfið sanngjarnara þannig að þeir sem væru með 500 þúsund krónur í tekjur eða meira legðu hlutfallslega meira af mörkum en aðrir. Þá sagði Ögmundur að ríkisstjórnin gæti blásið ýmislegt út af borðinu til að hagræða í ríkisrekstri. Tryggvi Þór Herbertsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, sagði að tillögur Ögmundar skiluðu einungis um 4 milljörðum í ríkissjóð. Sjálfstæðisflokkurinn væri á móti hærri sköttum en hins vegar þyrfti að breikka skattastofnana. Björgvin G. Sigurðsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, sagðist ekki vilja flatan niðurskurð eða skattahækkanir. Hann sagði að gæta þyrfti aðhalds í ríkisrekstri, fækka ráðuneytum, auka verðmætasköpun. Þá lagði Björgvin áherslu á inngöngu í Evrópusambandið. Helga Sigrún Harðardóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins, sagði að hægt væri að skera niður, til dæmis þyrfti að endurskoða samgönguáætlun. Helga sigrún lagði þó áherslu á að staðan væri mjög óljós. Reyndar svo óljós að þegar að hún hefði verið boðuð til umræðnanna hefði verið talið að fjárlagagatið yrði 150 milljarðar, en þegar hún var mætt til umræðnanna væri talið að fjárlagagatið yrði 180 milljarðar króna. Kosningar 2009 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Það þarf að afla samneyslunni meiri tekna og útrýma ranglætinu úr skattakerfinu, að mati Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra og frambjóðanda VG til Alþingis. Ögmundur sagðist, í samtali við Heimi Má Pétursson og Sólveigu Bergmann á Stöð 2, vilja gera skattakerfið sanngjarnara þannig að þeir sem væru með 500 þúsund krónur í tekjur eða meira legðu hlutfallslega meira af mörkum en aðrir. Þá sagði Ögmundur að ríkisstjórnin gæti blásið ýmislegt út af borðinu til að hagræða í ríkisrekstri. Tryggvi Þór Herbertsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, sagði að tillögur Ögmundar skiluðu einungis um 4 milljörðum í ríkissjóð. Sjálfstæðisflokkurinn væri á móti hærri sköttum en hins vegar þyrfti að breikka skattastofnana. Björgvin G. Sigurðsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, sagðist ekki vilja flatan niðurskurð eða skattahækkanir. Hann sagði að gæta þyrfti aðhalds í ríkisrekstri, fækka ráðuneytum, auka verðmætasköpun. Þá lagði Björgvin áherslu á inngöngu í Evrópusambandið. Helga Sigrún Harðardóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins, sagði að hægt væri að skera niður, til dæmis þyrfti að endurskoða samgönguáætlun. Helga sigrún lagði þó áherslu á að staðan væri mjög óljós. Reyndar svo óljós að þegar að hún hefði verið boðuð til umræðnanna hefði verið talið að fjárlagagatið yrði 150 milljarðar, en þegar hún var mætt til umræðnanna væri talið að fjárlagagatið yrði 180 milljarðar króna.
Kosningar 2009 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira