Íslenski boltinn

O'Sullivan rekinn frá KR vegna trúnaðarbrests

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gareth O'Sullivan.
Gareth O'Sullivan. Mynd/Stefán

Stjórn knattspyrnudeildar KR birti fréttatilkynningu nú seint í kvöld þar sem fram kemur að félagið hafi sagt upp samningi við Gareth O'Sullivan, þjálfara meistaraflokks kvenna hjá félaginu.

Ástæða uppsagnarinnar er trúnaðarbrestur samkvæmt fréttatilkynningunni en ekki er tekið fram í hverju trúnaðarbresturinn felist.

Kristrún Lilja Daðadóttir, þjálfari 2. flokks kvenna, mun stýra æfingum hjá meistaraflokki á meðan leitað er að nýjum þjálfara.

Vísir greindi frá því um helgina að þrálátur orðrómur væri í gangi þess efnis að O'Sullivan hefði verið rekinn. KR vildi ekki staðfesta það um helgina.

Samkvæmt heimildum Vísis var O'Sullivan sagt upp fyrir nokkrum dögum síðan en KR staðfestir það ekki fyrr en í kvöld.






Tengdar fréttir

O'Sullivan enn þjálfari KR

Gareth O'Sullivan er enn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR en þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki að hann hafi hætt störfum hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×