Enski boltinn

Adebayor heldur rónni þrátt fyrir jafnteflin

Emmanuel Adebayor fagnar marki í leik með Manchester City.
Emmanuel Adebayor fagnar marki í leik með Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Manchester City hefur nú gert fimm jafntefli í röð í ensku úrvalsdeildinni en Emmanuel Adeabyor segist engar áhyggjur hafa þrátt fyrir það.

Adebayor kom til City frá Arsenal í sumar en City hefur styrkt sig mikið í kjölfar þess að nýir eigendur komu til félagsins.

City hefur hins vegar ekki unnið deildarleik síðan í lok september og þykir það ekki góðs viti fyrir framhaldið. City hefur stefnt að því að vinna sér þátttökurétt í Meistaradeildinni með því að verða í einu af efstu fjórum sætum úrvalsdeildarinnar í vor.

„Þegar ég var hjá Arsenal kom alltaf tímabil þegar við gerðum 4-5 jafntefli í röð," sagði Adebayor við enska fjölmiðla. „Stóru félögin lenda alltaf í ákveðnum vandræðum. Það sem mestu máli skiptir er hvernig við tökumst á við þessi vandamál. Það er helsta prófraunin okkar í vetur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×