Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - fyrsti hluti Gunnar Örn Jónsson skrifar 27. júlí 2009 17:16 Hver er ástæðan fyrir því að menn stofnuðu reikninga í skattaskjólum um leið og ríkið tók yfir 75 prósenta hlut í Glitni? Í lok sumars árið 2007, fór lánsfjárkrísan um allan heim að láta á sér bera. Fjárfestar víðsvegar um heiminn héldu að sér höndum og traust á fjármálamörkuðum minnkaði verulega. Á þeim tíma hófst enn meiri gagnrýni erlendra aðila á íslenska útrás, sérstaklega í ljósi þess að útrásin byggðist að langmestu leyti á erlendu lánsfjármagni. Þegar aðgengi íslenskra fyrirtækja að slíku fjármagni minnkaði, dró verulega úr súrefni til þeirra og börðust fyrirtækin í bökkum allt frá haustmánuðum ársins 2007. Ýmislegt var gert til að leysa málin og meðal annars hófu einstaklingar úr íslensku viðskiptalífi og eignarhaldsfélög, að stofna reikninga í skattaparadísum. Ástæðan fyrir því að bankinn stofnaði reikninga fyrir þessa einstaklinga og eignarhaldsfélög á þessum tímapunkti, er væntanlega sú, að koma eins miklu fjármagni úr landi meðan færi gafst svo erfitt væri að ganga að eigum þeirra, færi viðkomandi aðili eða félag í þrot. Það er mjög einfalt að fela fjármagn á slíkum stöðum og jafn erfitt að rekja slóð og uppruna fjármagnsins þegar það er komið til slíkra eyja.Aðferðin - ein af tveimur sem hér verður lýst Til eru nokkrar aðferðir við að fela slóð þess fjármagns sem fært er til eyjanna en hér munum við rekja tvær þeirra í tveimur aðskildum greinum. Sú síðari mun birtast á Vísi innan skamms. Að stofna reikninga í skattaparadísum er ekkert nýmæli og ekki ólöglegt í sjálfu sér. Slíkt hefur tíðkast í áratugaraðir og fer það eftir löggjöf í hverju landi fyrir sig hvernig slíkum málum er háttað. Aðferðirnar verða raktar í mjög einföldu máli og lögð verður áhersla á staðreyndir og meginatriði. Í rauninni er mjög einfalt að stofna reikninga í þessum eyjum og fela þá ef menn svo kjósa. Í grunnatriðum er farið svona að: Aðili A sendir peninga til einhverrs lands þar sem skattaskjól er við lýði, til dæmis Cayman eyja. Peninginn sendir aðilinn á sitt nafn A, eða til annars félags í hans eigu á viðkomandi eyju. Eftir það stofnar hann fyrirtæki sem hann kallar B, í öðru skattaskjólslandi eða eyju. Viðkomandi býr svo til enn annað félag, C, í öðru skattaskjóli og svo koll af kolli þangað til viðkomandi aðili A, er búinn að búa til nógu mörg félög að nánast er ógjörningur að hafa upp á uppruna peninganna. Hvað þá að komast að því hver stendur á bakvið það fyrirtæki sem nú geymir peninginn og heitir á þessum tímapunkti jafnvel, H. Að lokum, þegar fyrirtæki H hefur verið stofnað eru öll þau félög sem áður voru stofnuð, þurrkuð út og líta þau aldrei dagsbirtuna á nýjan leik. Þeim er hreinlega eytt. Því er mjög erfitt að komast að því hver sé réttur eigandi fyrirtækis H. Það er alltaf lögfræðifyrirtæki í hverju landi fyrir sig sem sér um þessi félög og þá reikninga sem um ræðir. Það lögfræðifyrirtæki heldur öllum upplýsingum um þá aðila og þau viðskipti sem um ræðir algjörlega leyndum. Það er því mjög erfitt að komast að því hver sé eigandi fyrirtækis H, nema lögfræðifyritækið eða lögfræðifyrirtækin sem sáu um að stofna félögin gefi upp eignarhald viðkomandi félaga. Að lokum þykir ansi ólíklegt að löfræðifyirtækin tjái sig um eignarhald á þeim félögum sem þau hafa unnið fyrir þar sem lögfræðifyrirtækin fá ansi vel greitt fyrir sín störf. Meira um málið á Vísi innan skamms og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tengdar fréttir Millifærðu milljarða í skattaskjól rétt fyrir hrun Nokkrir af ríkustu mönnum Íslands millifærðu milljarða af gjaldeyrisreikningum sínum í íslenskum banka yfir á nýstofnaða reikninga í erlendum skattaskjólum á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis í lok september á síðasta ári. Um er að ræða einstaklinga sem tengjast bankanum sterkum böndum. 27. júlí 2009 16:08 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Hver er ástæðan fyrir því að menn stofnuðu reikninga í skattaskjólum um leið og ríkið tók yfir 75 prósenta hlut í Glitni? Í lok sumars árið 2007, fór lánsfjárkrísan um allan heim að láta á sér bera. Fjárfestar víðsvegar um heiminn héldu að sér höndum og traust á fjármálamörkuðum minnkaði verulega. Á þeim tíma hófst enn meiri gagnrýni erlendra aðila á íslenska útrás, sérstaklega í ljósi þess að útrásin byggðist að langmestu leyti á erlendu lánsfjármagni. Þegar aðgengi íslenskra fyrirtækja að slíku fjármagni minnkaði, dró verulega úr súrefni til þeirra og börðust fyrirtækin í bökkum allt frá haustmánuðum ársins 2007. Ýmislegt var gert til að leysa málin og meðal annars hófu einstaklingar úr íslensku viðskiptalífi og eignarhaldsfélög, að stofna reikninga í skattaparadísum. Ástæðan fyrir því að bankinn stofnaði reikninga fyrir þessa einstaklinga og eignarhaldsfélög á þessum tímapunkti, er væntanlega sú, að koma eins miklu fjármagni úr landi meðan færi gafst svo erfitt væri að ganga að eigum þeirra, færi viðkomandi aðili eða félag í þrot. Það er mjög einfalt að fela fjármagn á slíkum stöðum og jafn erfitt að rekja slóð og uppruna fjármagnsins þegar það er komið til slíkra eyja.Aðferðin - ein af tveimur sem hér verður lýst Til eru nokkrar aðferðir við að fela slóð þess fjármagns sem fært er til eyjanna en hér munum við rekja tvær þeirra í tveimur aðskildum greinum. Sú síðari mun birtast á Vísi innan skamms. Að stofna reikninga í skattaparadísum er ekkert nýmæli og ekki ólöglegt í sjálfu sér. Slíkt hefur tíðkast í áratugaraðir og fer það eftir löggjöf í hverju landi fyrir sig hvernig slíkum málum er háttað. Aðferðirnar verða raktar í mjög einföldu máli og lögð verður áhersla á staðreyndir og meginatriði. Í rauninni er mjög einfalt að stofna reikninga í þessum eyjum og fela þá ef menn svo kjósa. Í grunnatriðum er farið svona að: Aðili A sendir peninga til einhverrs lands þar sem skattaskjól er við lýði, til dæmis Cayman eyja. Peninginn sendir aðilinn á sitt nafn A, eða til annars félags í hans eigu á viðkomandi eyju. Eftir það stofnar hann fyrirtæki sem hann kallar B, í öðru skattaskjólslandi eða eyju. Viðkomandi býr svo til enn annað félag, C, í öðru skattaskjóli og svo koll af kolli þangað til viðkomandi aðili A, er búinn að búa til nógu mörg félög að nánast er ógjörningur að hafa upp á uppruna peninganna. Hvað þá að komast að því hver stendur á bakvið það fyrirtæki sem nú geymir peninginn og heitir á þessum tímapunkti jafnvel, H. Að lokum, þegar fyrirtæki H hefur verið stofnað eru öll þau félög sem áður voru stofnuð, þurrkuð út og líta þau aldrei dagsbirtuna á nýjan leik. Þeim er hreinlega eytt. Því er mjög erfitt að komast að því hver sé réttur eigandi fyrirtækis H. Það er alltaf lögfræðifyrirtæki í hverju landi fyrir sig sem sér um þessi félög og þá reikninga sem um ræðir. Það lögfræðifyrirtæki heldur öllum upplýsingum um þá aðila og þau viðskipti sem um ræðir algjörlega leyndum. Það er því mjög erfitt að komast að því hver sé eigandi fyrirtækis H, nema lögfræðifyritækið eða lögfræðifyrirtækin sem sáu um að stofna félögin gefi upp eignarhald viðkomandi félaga. Að lokum þykir ansi ólíklegt að löfræðifyirtækin tjái sig um eignarhald á þeim félögum sem þau hafa unnið fyrir þar sem lögfræðifyrirtækin fá ansi vel greitt fyrir sín störf. Meira um málið á Vísi innan skamms og í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Millifærðu milljarða í skattaskjól rétt fyrir hrun Nokkrir af ríkustu mönnum Íslands millifærðu milljarða af gjaldeyrisreikningum sínum í íslenskum banka yfir á nýstofnaða reikninga í erlendum skattaskjólum á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis í lok september á síðasta ári. Um er að ræða einstaklinga sem tengjast bankanum sterkum böndum. 27. júlí 2009 16:08 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Millifærðu milljarða í skattaskjól rétt fyrir hrun Nokkrir af ríkustu mönnum Íslands millifærðu milljarða af gjaldeyrisreikningum sínum í íslenskum banka yfir á nýstofnaða reikninga í erlendum skattaskjólum á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis í lok september á síðasta ári. Um er að ræða einstaklinga sem tengjast bankanum sterkum böndum. 27. júlí 2009 16:08