Francesco Totti mun spila með ítalska liðinu Roma þar til að hann verður 37 ára gamall eftir að að gerði nýjan fimm ára samning við Rómarliðið.
„Ég er ánægður með að klúbburinn trúir enn á mig og gefur mér nýjan fimm ára samning," sagði Totti sem hefur spilað með Roma síðan árið 1992.
Totti hefur alls skorað 178 mörk í 419 leikjum með Roma og er sem stendur í 9. sæti yfir markahæstu leikmenn ítölsku A-deildarinnar frá upphafi en enginn núverandi leikmaður deildarinnar hefur skorað fleiri mörk en hann.
Hápunktur Totti með Roma-liðinu var tímabilið 2000-01 þegar liðið vann ítalska meistaratitilinn. Totti skoraði 13 mörk í 30 leikjum það tímabli en Roma hafði þá betur í baráttunni við Juventus. Roma hafði þá ekki unnið titilinn síðan 1983.