Heimsmarkaðsverð á áli yfir 1.800 dollara á tonnið 27. júlí 2009 08:45 Heimsmarkaðsverð á áli er komið í 1.811 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London. Hefur verðið ekki verið hærra frá því í fyrrahaust. Staðgreiðsluverðið er í 1.798 dollurum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um verðþróunina á áli í Hagsjá sinni. Þar segir að eftir að álverð náði hámarki í kauphöllinni í London þann 11. júlí í fyrra, en þá var dagslokaverðið tæplega 3.300 dollara á tonnið, hefur það lækkað umtalsvert. Lægst fór það niður í 1.252 dollara í lok mars. Útflutningsverðmæti áls hefur mikið að segja um hagþróun landsins á næstunni. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var álútflutningur þriðjungur af verðmæti útfluttrar vöru á tímabilinu janúar til maí þessa árs. Í hagspá Seðlabanka Íslands í maí-útgáfu Peningamála er gert ráð fyrir 9-10% hækkun álverðs á árunum 2010 og 2011 eftir 42% verðfall milli þessa árs og 2008. Í hagspánni er jafnframt gert ráð fyrir því að uppbygging álvers í Helguvík verði fram haldið og komist almennilega á skrið í byrjun næsta árs. „Í spám Seðlabankans er álverið einn af lykilþáttum í auknum hagvexti þegar fram í sækir auk þess sem því er ætlað að auka útflutningstekjur," segir í Hagspánni. Samkvæmt tölunum á markaðinum í London í morgun virðast forsendur Seðlabankans ætla að standast og gott betur hvað varðar verðþróunina á álinu.Í Hagsjánni er síðan vitnað til kynningarfundar sem forsvarsmenn Century héldu fyrir helgina en þar kom fram mikil trú á Helguvíkurverkefnið. Savgt var að Helguvík væri „heimsklassa og fyrirtaks fjárfesting fyrir hluthafa félagsins í framtíðinni". Eftirlitsstofnun EFTA hefur staðfest fjárfestingarsamning á milli Century og íslenska ríkisins. Ennfremur kom fram í kynningunni að álframleiðsla í heiminum hefur dregist saman um 5 milljón tonn það sem af er ári, en það er umtalsvert minna en búist var við, því miklu minni framleiðslusamdráttur hefur átt sér stað í Kína. Í júní voru framleidd um 35 milljón tonn á ársgrundvelli, samanborið við 40 milljón tonn árið 2008. Heildarframleiðsla á áli á Íslandi árið 2008 var 741 þúsund tonn skv. hagvísum Hagstofunnar og jókst um tæp 70% frá 2007. Á Íslandi voru því framleidd ríflega 2% af öllu áli í heiminum í fyrra. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á áli er komið í 1.811 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London. Hefur verðið ekki verið hærra frá því í fyrrahaust. Staðgreiðsluverðið er í 1.798 dollurum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um verðþróunina á áli í Hagsjá sinni. Þar segir að eftir að álverð náði hámarki í kauphöllinni í London þann 11. júlí í fyrra, en þá var dagslokaverðið tæplega 3.300 dollara á tonnið, hefur það lækkað umtalsvert. Lægst fór það niður í 1.252 dollara í lok mars. Útflutningsverðmæti áls hefur mikið að segja um hagþróun landsins á næstunni. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var álútflutningur þriðjungur af verðmæti útfluttrar vöru á tímabilinu janúar til maí þessa árs. Í hagspá Seðlabanka Íslands í maí-útgáfu Peningamála er gert ráð fyrir 9-10% hækkun álverðs á árunum 2010 og 2011 eftir 42% verðfall milli þessa árs og 2008. Í hagspánni er jafnframt gert ráð fyrir því að uppbygging álvers í Helguvík verði fram haldið og komist almennilega á skrið í byrjun næsta árs. „Í spám Seðlabankans er álverið einn af lykilþáttum í auknum hagvexti þegar fram í sækir auk þess sem því er ætlað að auka útflutningstekjur," segir í Hagspánni. Samkvæmt tölunum á markaðinum í London í morgun virðast forsendur Seðlabankans ætla að standast og gott betur hvað varðar verðþróunina á álinu.Í Hagsjánni er síðan vitnað til kynningarfundar sem forsvarsmenn Century héldu fyrir helgina en þar kom fram mikil trú á Helguvíkurverkefnið. Savgt var að Helguvík væri „heimsklassa og fyrirtaks fjárfesting fyrir hluthafa félagsins í framtíðinni". Eftirlitsstofnun EFTA hefur staðfest fjárfestingarsamning á milli Century og íslenska ríkisins. Ennfremur kom fram í kynningunni að álframleiðsla í heiminum hefur dregist saman um 5 milljón tonn það sem af er ári, en það er umtalsvert minna en búist var við, því miklu minni framleiðslusamdráttur hefur átt sér stað í Kína. Í júní voru framleidd um 35 milljón tonn á ársgrundvelli, samanborið við 40 milljón tonn árið 2008. Heildarframleiðsla á áli á Íslandi árið 2008 var 741 þúsund tonn skv. hagvísum Hagstofunnar og jókst um tæp 70% frá 2007. Á Íslandi voru því framleidd ríflega 2% af öllu áli í heiminum í fyrra.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira