Ískyggileg fækkun barnafólks í Skaftafellssýslum 15. desember 2009 18:53 Börnum og barnafjölskyldum í sveitunum frá Mýrdalssandi og til Hornafjarðarfljóts hefur fækkað svo ískyggilega á undanförnum árum að íbúar þar spyrja sig hvort heilsársbyggð muni leggjast af. Stöð 2 byrjar nú fréttaröð þar sem þessi þróun mála er skoðuð og spurt hvaða tækfæri eru til endurreisnar.Í sveitum Suðausturlands, sem löngum hafa talist með þeim búsældarlegri á Íslandi, er fjöldi grunnskólabarna orðinn teljandi á fingrum, eins og tvö börn í Álftaveri, fjögur í Landbroti, fimm á Síðu, þrjú í Fljótshverfi og þrjú í Suðursveit. Á öllu þessu víðfeðma landssvæði eru nú aðeins eftir um sextíu börn á grunnskólaaldri. Og fækkar enn.Þrjár barnafjölskyldur eru á förum úr Skaftárhreppi þessa dagana, þar á meðal fimm manna heimili á Kirkjubæjarklaustri, en fjölskyldufaðirinn hefur síðustu tvö ár sótt vinnu á Selfoss. Húsmóðirin, Karitas Heiðbrá Harðardóttir, segir ástæðuna þá að hann fái enga vinnu við sitt hæfi.Ekki er hægt að kvarta undan aðstöðunni fyrir börnin. Krakkarnir í Kirkjubæjarskóla hafa glæsilegt íþróttahús og sundlaug, skólabókasöfnin gerast ekki veglegri, og kennararnir hafa góðan tíma til að sinna hverju barni. Nemendum fækkar samt ár frá ári.Kjartan Kjartansson skólastjóri segir að í kringum 1990 hafi um 100 börn verið í skólanum. Þau séu nú 47 en stefni í að verða 37 á næsta ári. Í fyrsta skipti verði ekki tekinn inn 1. bekkur á næsta ári. Þetta sé ískyggileg þróun fyrir samfélagið og skólann.Barnafjölskyldur hafa reyndar líka flutt inn í sveitina, eins og hjónin sem tóku við kúabúinu á Kálfafelli í Fljótshverfi fyrir þremur árum, en þau eiga fjögur börn. Þau héldu að hnignun dreifbýlisins hefði stöðvast og að þróunin myndi jafnvel snúast við. Síðustu þrjú ár hafi börnum hins vegar fækkað rosalega.Og þetta telst hvorki einangruð né harðbýl byggð. Þvert á móti: Þarna eru landkostir með besta móti, veðursældin er rómuð og héraðið í alfaraleið með malbikaðan hringveginn í gegn.Þau eru farin að spyrja sig hvort sveitin milli sanda endi sem sumarbyggð. Að óbreyttu sjá þau ekki annað en að þau verði síðustu bændur í Fljótshverfi. Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Sjá meira
Börnum og barnafjölskyldum í sveitunum frá Mýrdalssandi og til Hornafjarðarfljóts hefur fækkað svo ískyggilega á undanförnum árum að íbúar þar spyrja sig hvort heilsársbyggð muni leggjast af. Stöð 2 byrjar nú fréttaröð þar sem þessi þróun mála er skoðuð og spurt hvaða tækfæri eru til endurreisnar.Í sveitum Suðausturlands, sem löngum hafa talist með þeim búsældarlegri á Íslandi, er fjöldi grunnskólabarna orðinn teljandi á fingrum, eins og tvö börn í Álftaveri, fjögur í Landbroti, fimm á Síðu, þrjú í Fljótshverfi og þrjú í Suðursveit. Á öllu þessu víðfeðma landssvæði eru nú aðeins eftir um sextíu börn á grunnskólaaldri. Og fækkar enn.Þrjár barnafjölskyldur eru á förum úr Skaftárhreppi þessa dagana, þar á meðal fimm manna heimili á Kirkjubæjarklaustri, en fjölskyldufaðirinn hefur síðustu tvö ár sótt vinnu á Selfoss. Húsmóðirin, Karitas Heiðbrá Harðardóttir, segir ástæðuna þá að hann fái enga vinnu við sitt hæfi.Ekki er hægt að kvarta undan aðstöðunni fyrir börnin. Krakkarnir í Kirkjubæjarskóla hafa glæsilegt íþróttahús og sundlaug, skólabókasöfnin gerast ekki veglegri, og kennararnir hafa góðan tíma til að sinna hverju barni. Nemendum fækkar samt ár frá ári.Kjartan Kjartansson skólastjóri segir að í kringum 1990 hafi um 100 börn verið í skólanum. Þau séu nú 47 en stefni í að verða 37 á næsta ári. Í fyrsta skipti verði ekki tekinn inn 1. bekkur á næsta ári. Þetta sé ískyggileg þróun fyrir samfélagið og skólann.Barnafjölskyldur hafa reyndar líka flutt inn í sveitina, eins og hjónin sem tóku við kúabúinu á Kálfafelli í Fljótshverfi fyrir þremur árum, en þau eiga fjögur börn. Þau héldu að hnignun dreifbýlisins hefði stöðvast og að þróunin myndi jafnvel snúast við. Síðustu þrjú ár hafi börnum hins vegar fækkað rosalega.Og þetta telst hvorki einangruð né harðbýl byggð. Þvert á móti: Þarna eru landkostir með besta móti, veðursældin er rómuð og héraðið í alfaraleið með malbikaðan hringveginn í gegn.Þau eru farin að spyrja sig hvort sveitin milli sanda endi sem sumarbyggð. Að óbreyttu sjá þau ekki annað en að þau verði síðustu bændur í Fljótshverfi.
Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Sjá meira