Ískyggileg fækkun barnafólks í Skaftafellssýslum 15. desember 2009 18:53 Börnum og barnafjölskyldum í sveitunum frá Mýrdalssandi og til Hornafjarðarfljóts hefur fækkað svo ískyggilega á undanförnum árum að íbúar þar spyrja sig hvort heilsársbyggð muni leggjast af. Stöð 2 byrjar nú fréttaröð þar sem þessi þróun mála er skoðuð og spurt hvaða tækfæri eru til endurreisnar.Í sveitum Suðausturlands, sem löngum hafa talist með þeim búsældarlegri á Íslandi, er fjöldi grunnskólabarna orðinn teljandi á fingrum, eins og tvö börn í Álftaveri, fjögur í Landbroti, fimm á Síðu, þrjú í Fljótshverfi og þrjú í Suðursveit. Á öllu þessu víðfeðma landssvæði eru nú aðeins eftir um sextíu börn á grunnskólaaldri. Og fækkar enn.Þrjár barnafjölskyldur eru á förum úr Skaftárhreppi þessa dagana, þar á meðal fimm manna heimili á Kirkjubæjarklaustri, en fjölskyldufaðirinn hefur síðustu tvö ár sótt vinnu á Selfoss. Húsmóðirin, Karitas Heiðbrá Harðardóttir, segir ástæðuna þá að hann fái enga vinnu við sitt hæfi.Ekki er hægt að kvarta undan aðstöðunni fyrir börnin. Krakkarnir í Kirkjubæjarskóla hafa glæsilegt íþróttahús og sundlaug, skólabókasöfnin gerast ekki veglegri, og kennararnir hafa góðan tíma til að sinna hverju barni. Nemendum fækkar samt ár frá ári.Kjartan Kjartansson skólastjóri segir að í kringum 1990 hafi um 100 börn verið í skólanum. Þau séu nú 47 en stefni í að verða 37 á næsta ári. Í fyrsta skipti verði ekki tekinn inn 1. bekkur á næsta ári. Þetta sé ískyggileg þróun fyrir samfélagið og skólann.Barnafjölskyldur hafa reyndar líka flutt inn í sveitina, eins og hjónin sem tóku við kúabúinu á Kálfafelli í Fljótshverfi fyrir þremur árum, en þau eiga fjögur börn. Þau héldu að hnignun dreifbýlisins hefði stöðvast og að þróunin myndi jafnvel snúast við. Síðustu þrjú ár hafi börnum hins vegar fækkað rosalega.Og þetta telst hvorki einangruð né harðbýl byggð. Þvert á móti: Þarna eru landkostir með besta móti, veðursældin er rómuð og héraðið í alfaraleið með malbikaðan hringveginn í gegn.Þau eru farin að spyrja sig hvort sveitin milli sanda endi sem sumarbyggð. Að óbreyttu sjá þau ekki annað en að þau verði síðustu bændur í Fljótshverfi. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Börnum og barnafjölskyldum í sveitunum frá Mýrdalssandi og til Hornafjarðarfljóts hefur fækkað svo ískyggilega á undanförnum árum að íbúar þar spyrja sig hvort heilsársbyggð muni leggjast af. Stöð 2 byrjar nú fréttaröð þar sem þessi þróun mála er skoðuð og spurt hvaða tækfæri eru til endurreisnar.Í sveitum Suðausturlands, sem löngum hafa talist með þeim búsældarlegri á Íslandi, er fjöldi grunnskólabarna orðinn teljandi á fingrum, eins og tvö börn í Álftaveri, fjögur í Landbroti, fimm á Síðu, þrjú í Fljótshverfi og þrjú í Suðursveit. Á öllu þessu víðfeðma landssvæði eru nú aðeins eftir um sextíu börn á grunnskólaaldri. Og fækkar enn.Þrjár barnafjölskyldur eru á förum úr Skaftárhreppi þessa dagana, þar á meðal fimm manna heimili á Kirkjubæjarklaustri, en fjölskyldufaðirinn hefur síðustu tvö ár sótt vinnu á Selfoss. Húsmóðirin, Karitas Heiðbrá Harðardóttir, segir ástæðuna þá að hann fái enga vinnu við sitt hæfi.Ekki er hægt að kvarta undan aðstöðunni fyrir börnin. Krakkarnir í Kirkjubæjarskóla hafa glæsilegt íþróttahús og sundlaug, skólabókasöfnin gerast ekki veglegri, og kennararnir hafa góðan tíma til að sinna hverju barni. Nemendum fækkar samt ár frá ári.Kjartan Kjartansson skólastjóri segir að í kringum 1990 hafi um 100 börn verið í skólanum. Þau séu nú 47 en stefni í að verða 37 á næsta ári. Í fyrsta skipti verði ekki tekinn inn 1. bekkur á næsta ári. Þetta sé ískyggileg þróun fyrir samfélagið og skólann.Barnafjölskyldur hafa reyndar líka flutt inn í sveitina, eins og hjónin sem tóku við kúabúinu á Kálfafelli í Fljótshverfi fyrir þremur árum, en þau eiga fjögur börn. Þau héldu að hnignun dreifbýlisins hefði stöðvast og að þróunin myndi jafnvel snúast við. Síðustu þrjú ár hafi börnum hins vegar fækkað rosalega.Og þetta telst hvorki einangruð né harðbýl byggð. Þvert á móti: Þarna eru landkostir með besta móti, veðursældin er rómuð og héraðið í alfaraleið með malbikaðan hringveginn í gegn.Þau eru farin að spyrja sig hvort sveitin milli sanda endi sem sumarbyggð. Að óbreyttu sjá þau ekki annað en að þau verði síðustu bændur í Fljótshverfi.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira