Segir að Írland og Grikkland gætu yfirgefið evrusamstarfið 15. desember 2009 10:54 Gjaldmiðlasérfræðingar Standard Bank telja að allar líkur á að Írland og Grikkland muni yfirgefa evrusamstarfið fyrir lok næsta árs. Bæði löndin séu nú í „óþolandi" efnahagsaðstæðum. Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni er haft eftir Steve Barrow forstjóra gjaldmiðladeildar Standard Bank að lönd eins og Írlandi og Grikkland gætu ekki átt möguleika á því að vaxta út úr kreppunni. Það sem einkum vekur áhyggjur er hin mikli vaxtamunur sem orðinn er á ríkisskuldabréfum Grikkja og Íra samanborið við Þýskaland. Vextir á grískum ríkisskuldabréfum gætu orðið 4% hærri en á þýskum á næsta ári en sem stendur er munurinn 2,1%. Á síðustu fimm árum var þessi munur 0,67% að jafnaði. Líkur eru á að munurinn vaxi einnig milli Írlands og Þýskalands og að hann verði 3% á næsta ári en í dag er hann 1,7%. Hinn mikli munur eykur vaxtabyrðina hjá Grikkjum og Írum en þessar þjóðir eiga ekki möguleika á að fella gengi gjaldmiðla sinna til að mæta honum. Munurinn er talinn meira eyðileggjandi fyrir efnahag Grikkja og Íra en þrýstingur á gengið, að mati Standard Bank. Fjármálaráðherra Íra gefur lítið fyrir þá hugmynd að landið yfirgefi evrusamstarfið og segir slíkt álíka líklegt og að Texas segi sig frá dollaranum. Gríski forsætisráðherran tekur í sama streng og segir engar líkur á að Grikkir leggi niður evruna. Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Gjaldmiðlasérfræðingar Standard Bank telja að allar líkur á að Írland og Grikkland muni yfirgefa evrusamstarfið fyrir lok næsta árs. Bæði löndin séu nú í „óþolandi" efnahagsaðstæðum. Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni er haft eftir Steve Barrow forstjóra gjaldmiðladeildar Standard Bank að lönd eins og Írlandi og Grikkland gætu ekki átt möguleika á því að vaxta út úr kreppunni. Það sem einkum vekur áhyggjur er hin mikli vaxtamunur sem orðinn er á ríkisskuldabréfum Grikkja og Íra samanborið við Þýskaland. Vextir á grískum ríkisskuldabréfum gætu orðið 4% hærri en á þýskum á næsta ári en sem stendur er munurinn 2,1%. Á síðustu fimm árum var þessi munur 0,67% að jafnaði. Líkur eru á að munurinn vaxi einnig milli Írlands og Þýskalands og að hann verði 3% á næsta ári en í dag er hann 1,7%. Hinn mikli munur eykur vaxtabyrðina hjá Grikkjum og Írum en þessar þjóðir eiga ekki möguleika á að fella gengi gjaldmiðla sinna til að mæta honum. Munurinn er talinn meira eyðileggjandi fyrir efnahag Grikkja og Íra en þrýstingur á gengið, að mati Standard Bank. Fjármálaráðherra Íra gefur lítið fyrir þá hugmynd að landið yfirgefi evrusamstarfið og segir slíkt álíka líklegt og að Texas segi sig frá dollaranum. Gríski forsætisráðherran tekur í sama streng og segir engar líkur á að Grikkir leggi niður evruna.
Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira