Stjörnustúlkur geta skotist upp að hlið Vals og Breiðabliks á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld þegar þær heimsækja KR á KR-völlinn.
Stjarnan vann fyrri leik liðanna í Garðabæ en Bikarmeisturum KR hefur gengið brösuglega framan af sumri.
Þá mætast ÍR og Þór/KA á ÍR-velli og Fylkir heimsækir GRV til Grindavíkur.
Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19.15.