Enski boltinn

Blackburn samdi við Jacobsen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lars Jacobsen.
Lars Jacobsen. Nordic Photos / AFP
Blackburn gerði í gær tveggja ára samning við danska varnarmanninn Lars Jacobsen sem lék síðast með Everton.

Jacobsen kom til Everton fyrir síðasta tímabil en átti við erfið meiðsli í öxl að stríða framan af tímabili. Hann kom aðeins við sögu í sex leikjum og var ákveðið að endurnýja ekki samning hans við félagið.

Honum er ætlað að fylla skarð þeirra Andre Oijer og Danny Simpson hjá Blackburn. Ooijer fór til PSV Eindhoven og Simpson var í láni hjá félaginu frá Manchester United.

Jacobsen er 29 ára gamall en hefur gengið nokkuð illa að fóta sig utan heimalandsins. Hann lék með Hamburg í eitt tímabil, árið 2003, og svo með Nürnberg fimm árum síðar áður en hann kom til Everton. Hann lék aðeins sjö sinnum með Nürnberg og hefur því aðeins leikið þrettán leiki á síðustu tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×