Enski boltinn

Tíma­bilinu lík­lega lokið hjá Jesus

Sindri Sverrisson skrifar
Gabriel Jesus lá sárþjáður eftir að hafa meiðst á sunnudaginn.
Gabriel Jesus lá sárþjáður eftir að hafa meiðst á sunnudaginn. Getty/Mike Egerton

Keppnistímabilinu virðist vera lokið hjá Gabriel Jesus, framherja Arsenal, etir að hann meiddist í bikartapinu gegn Manchester United á sunnudaginn.

Talið er að Jesus hafi slitið krossband í hné, samkvæmt frétt The Athletic, en það á þó eftir að sannreyna. Ljóst er að slíkum meiðslum fylgir margra mánaða fjarvera og ekki von á Jesus aftur í fótbolta fyrr en næsta haust.

Það var strax í fyrri hálfleik sem að Jesus meiddist eftir baráttu við Bruno Fernandes. Hann var í greinilegu uppnámi þegar hann var borinn af velli.

Jesus hafði komið inn af krafti með Arsenal síðustu vikur og skorað sex mörk í síðustu sex leikjum áður en hann meiddist gegn United.

Meiðsli hans bætast við vöðvameiðsli Bukayo Saka sem sagður er verða frá keppni fram í mars.

Mögulegt er að Arsenal bregðist við þessu nú þegar enn er hálfur mánuður eftir af janúarglugganum fyrir félagaskipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×