Innlent

Tveir á spítala eftir Kríuhóla - annar með höfuðáverka

Kríuhólar þar sem árásin átti sér stað.
Kríuhólar þar sem árásin átti sér stað.

Tveir menn voru lagðir inn á spítala vegna líkamsárásar sem átti sér stað rétt upp úr hádeginu í Kríuhólum í dag. Annar maðurinn er með höfuðáverka en ástand hans er þó stöðugt.

Ekki er ljóst hverjir áverkanir eru hjá hinum manninum en hann mun verða áfram á spítala og undir eftirliti lækna fram eftir kvöldi.

Lögreglan handtók fimm menn eftir líkamsárás í Kríuhólum í dag. Mennirnir eru allir í haldi lögreglunnar.




Tengdar fréttir

Einn slasaðist í Kríuhólum - fimm í haldi

Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild með höfuðáverka eftir ryskingarnar í Kríuhólum eftir hádegið. Fimm voru handteknir og segir lögregla að svo virðist vera sem fimmmenningarnir hafi ráðist á manninn sem slasaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×